Bananabrauð er einfaldlega gott! Það er bara þannig! Það er frábært þegar þig langar í eitthvað sætt í dagsins önn – sérstaklega með síðdegiste eða kaffi. Og ef þér berast óvæntir gestir, þá getur þú boðið upp á ljúffengt og tiltölulega hollt kökubrauð. Það er klárlega best með smjöri, en er líka gott eitt og sér.

Undirbúningur: 10 mín
Bakatími: 50 mín
Heildartími: 1 klst

Innihald:

  • 2 þroskaðir bananar

  • 100 g þurrkaðar fíkjur, þær mjúku og rakar

  • 1 tsk malað múskat

  • 1 msk rifinn börkur af lífrænu greipaldin

  • 200 g grófhakkaðar heslihnetur

  • 100 g soðin og kæld kínóa

  • 100 g heilhveiti spelthveiti

  • 2 tsk lyftiduft

  • 4 egg

  • ¼ tsk flögusalt

Aðferð:

  1. Skerðu fíkjurnar í mjög litla bita.

  2. Maukaðu bananana.

  3. Blandaðu öllum innihaldsefnum saman í skál. Settu deigið í smurt brauðform og bakaðu kökubrauðið í 50 mínútur við 175°C í forhituðum ofni.

  4. Taktu úr ofninum og láttu það kólna alveg áður en þú skerð það.

Mjög gott með köldu smjöri!

Um Þorbjörgu:
Þorbjörg Hafsteinsdóttir er móðir og amma, heilsufrumkvöðull, hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti og metsölurithöfundur með yfir 30 ára reynslu og hefur haldið fjölmörg námskeið á Íslandi, í Danmörku og víðar í gegnum árin og aðstoðað fjölda fólks að taka mikilvæg skref að bættri heilsu.
Þorbjörg sérhæfir sig í sykurlausum lífsstíl, bólgustemmandi fæði og lágkolvetna mataræði. Hún leggur sérstaka áherslu á breytingaskeiðið og heilsufar kvenna yfir fimmtugt, en hefur einnig víðtæka reynslu í meðferð á sykurfíkn, offitu og tengdum heilsufarsvandamálum ásamt fleiru.
Þorbjörg býður upp á einkaráðgjöf og námskeið, hafðu samband: thorbjorg@thorbjorg.dk