Þari er algengt innihaldsefni í asískri matargerð sem hefur aukist í vinsældum meðal heilsuþenkjandi fólks í vestrænum löndum.

Og það ætti ekki að koma á óvart — að borða þara er einstaklega holl og næringarrík leið til að auka inntöku á vítamínum og steinefnum í gegnum fæðuna.

Ef þari er borðaður reglulega getur hann styrkt heilsuna og jafnvel verið vörn gegn ákveðnum sjúkdómum.

Hér getur þú lesið meira um margþætta eiginleika þara og hollustu hans.

Hvað er þari?

Þegar minnst er á þara, þá er átt við margar tegundir þörunga og annars sjávargróðurs. Ætur þari kemur í ýmsum litum og stærðum og er vinsælt innihaldsefnin í asískri matargerð.

Algengar þarategundir

Til eru ýmsar tegundir af ætum þara. Hægt er að borða hann ferskan, þurrkaðan, soðinn eða notað hann á duftformi.

Þari inniheldur mikið af ýmsum næringarefnum

Þari inniheldur ýmiss konar vítamín og steinefni. Þurrkaður þari eins og spírulína og chlorella er mjög ríkur af hágæða próteinum. Þari er líka trefjaríkur og inniheldur töluvert magn af magnesíum, mangan, kalki, fólat og K-vítamíni.

Þari getur stuðlað að betri skjaldkirtilsvirkni

Þari er frábær uppspretta joðs sem getur haft góð áhrif á skjaldkirtilsvirkni.

Hann er góður fyrir hjartaheilsu

Þari inniheldur ýmis næringarefni sem eru góð fyrir hjartað og geta dregið úr áhættuþáttum sem tengjast hjartasjúkdómum.

Hann getur komið jafnvægi á blóðsykurinn

Andoxunarefnin og vatnsleysanlegu trefjarnar sem eru að finna í þara geta stuðlað að auknu insúlínnæmi og komið jafnvægi á blóðsykurinn.

Fleiri rannsókna er þörf til að ákvarða ákjósanlegt magn sem þarf að neyta af þara til að fá fram þessi heilsubætandi áhrif.

Þari getur hjálpað þér að léttast

Þari getur hjálpað þér að losa þig við fitu með því að draga úr hungri, auka mettunartilfinningu og koma í veg fyrir fitusöfnun. Þari er bragðmikill, sem gerir hann að frábæru hitaeiningasnauðu millimáli.

Þari getur styrkt ónæmiskerfið

Þari getur hugsanlega haft ýmis heilsueflandi áhrif á ónæmiskerfið. Þó er þörf á fleiri rannsóknum til að fá úr því skorið.

Þari getur bætt heilbrigði meltingarvegar

Þari inniheldur ákveðin efnasambönd sem geta aðstoðað við að létta á meltingu, bætt heilbrigði meltingarvegar og dregið úr sýkingarhættu sem stafar af ákveðnum skaðlegum bakteríum.

Hann getur dregið úr hættu á krabbameini

Þari veitir hugsanlega vörn gegn ákveðnum krabbameinum. Þó er þörf á fleiri klínískum rannsóknum á þessu sviði.

Önnur hugsanleg áhrif

Þari getur hugsanlega verið vörn gegn efnaskiptakvillum, húðskemmdum, beinsjúkdómum og liðagigt.

Er í lagi að borða þara?

Þari er talinn öruggur fyrir langflesta. Takmarkaðu neysluna ef þú neytir yfir höfuð joðríkrar fæðu, ef þú tekur inn blóðþynningarlyf eða átt við nýrnavandamál að stríða.

Hvar finnur maður þara og hvernig er hann borðaður

Hægt er að kaupa þara í asískum matvöruverslunum og heilsubúðum. Það er hægt að bæta honum við alls kyns rétti á borð við súpur, salöt, þeytinga, pottrétti og jafnvel nota hann við bakstur.

Að lokum

Þari er verðug viðbót við mataræðið. Það eru til margar mismunandi tegundir af honum sem eru hitaeiningalitlar en samt einstaklega næringarríkar.

Þari inniheldur einnig dágott magn af trefjum, hollum fitum og heilsueflandi plöntusameindum sem nánast allir geta notið góðs af.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.