Þessi vika er búin að vera heldur annasöm. Ég hitti nýja þjálfarann minn síðasta mánudag í fyrsta sinn og líkaði vel. Hann var heldur blíðlegur að mínu mati, vildi taka öllu mjög rólega til að kanna hvernig brjósklosið og hnén myndu standa sig. Ég hafði líka á tilfinningunni að hann sé ekki vanur að gamlar kellingar eins og ég vilji bara lyfta þungum lóðum. Hann sagðist þurfa að skoða vel og vandlega hvernig hann myndi setja upp plan fyrir mig sem taki bak og hné inn í dæmið. Þetta er eflaust allt mjög skynsamlegt en ég verð að viðurkenna að ég var smávegis svekkt, ég vil bara djöfulgang og testesterón og svita. Ég bjóst svo við að hann myndi senda mér prógram í vikunni en ég hef ekkert heyrt í honum síðan á mánudag. Er dálítið svekkt en verð að gefa honum tækifæri. Við eigum að hittast aftur í fyrramálið. Og ég er loksins tilbúin í að gefa mig í verkefnið.

Skinny kjúklingabaka, gulrætur og grillaðar nípur.
Þessi færsla birtist fyrst hér þann 15 janúar 2017
http://salvelinus.blogspot.is/2017/01/essi-vika-er-buin-vera-heldur-annasom.html