Oprah Winfrey veldur mér ægilegu hugarangri. Ekki svona hún sjálf per se, en samt. Hún er holdgervingur þess sem má kalla Oprah paradox, eða Oprah þverstæðuna. Þverstæðan er að hér er kona sem hefur unnið hörðum höndum til að komast í mikla áhrifastöðu innan síns geira og allt sem hún gerir er gert afskaplega vel og af miklum metnaði. Það er ekki hægt að segja neitt um Opruh annað en að hún sé dugleg, vel gefin, hörð af sér, útsjónarsöm og sterk en samt hefur hún líka eytt síðustu 30 eða 40 árum í að berjast við að vera feit og mjó og feit og mjó. Og hún lætur spikið angra sig. Þverstæðan því tvíþætt í raun. Hversvegna lætur kona sem að öllu leyti flokkast sem sigurvegari, láta það fara í taugarnar á sér að vera feit? Og hversvegna nær kona sem að öllu öðru leyti er við stórnvölinn ekki stjórni á átinu?
Ég var beðin um að halda lítinn fyrirlestur í vinnunni um daginn. Ég hafði vakið athygli eins hátt setts manns og hann bað mig um að taka saman lítinn pistil og flytja svo fyrir nokkurn hóp áheyranda. Og þó ég segi sjálf frá þá tókst þetta alveg hreint með ágætum. Ég hef nefnilega fullvissuna um að vera virkilega flink við framsögn. Það er einfaldlega eitthvað sem ég geri afskaplega vel, finnst hrikalega skemmtilegt að gera og á auðvelt með. Svo mikið að ég myndi helst kjósa að vera fyrirlesari að atvinnu.
Þessi færsla birtist fyrst hér þann 27. október 2016
http://salvelinus.blogspot.is/2016/10/og-algjort-sokksess.html