
- Án mjólkur
- Án glútens
- Án sykurs
Fyrir fjóra
1/2 ferskur ananas skorinn í litla bita eða úr dós án sykurs
2 epli með hýði skorin í teninga. Flysjið epli sem eru ekki vistvæn.
2 bananar í sneiðum
1/4 tsk. vanilluduft án sykurs
2 msk. sítrónusafi
Kjarnar úr einu granatepli
8-10 döðlur skornar smátt
45 gr. sykurlaust dökkt súkkulaði skorið fínt
Blandið öllu saman og njótið. Þið megið búast við því að allir biðji um annan skammt.
Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.
http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/frugtsalat/desserter