- Án glútens
- Án sykurs
Fyrir einn
2 dl vistvæn og sykurlaus sojamjólk, möndlumjólk, rísmjólk eða hampmjólk
2 msk. kaldpressuð hörfræolia
3 msk. hreint mysuprótein
1/2 tsk. kanill
1/4 tsk (2 hnífsoddar) vanilluduft
Hýði af 1/4 lífrænni sítrónu eða skvettu af sítrónusafa
1 lítill banani
100-150 g frosin ber. Helst hindber eða jarðarber
Setjið öll innihaldsefnin í blandara þar til hristingurinn er orðinn að vökva sem hægt er að drekka. Bætið við meiri vökva ef hann er of þykkur eða frosnum berjum ef þið viljið hafa hann meira seigfljótandi og þykkari.
Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.
http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/sexy_morgenshake/morgenmad