Það er nú ekkert leyndarmál að mér finnst afskaplega gaman að stússast í eldhúsinu. Og það er alveg sérlega skemmtilegt á sunnudögum. Ekki bara af því að á sunnudögum er notast aðeins meira við smjér og gúrmeti sem aðra daga er ekki boðstólum, heldur miklu meira vegna þess að á sunnudögum hef ég tíma til að setja ást og alúð í matinn minn. Ég held meira að segja að ef við ættum fullt af peningum þá væri ég til í að vera bara heimavinnandi húsmóðir svo ég hefði tíma í þetta alla daga. Svo lengi sem ég þyrfti ekki að sjá um börn og þvott, bara matinn. Hin ástæðan fyrir gleðinni á sunnudögum er svo fegurðin. Það fær fátt hjartað mitt til að slá hraðar en fallegur pottur, hvít munnþurrka, litríkur matur. Ég eignaðist um síðustu helgi þennan líka forláta “oven to table” pott. Og fannst við hæfi að prófa að nota hann í dag. Krumsaði saman ítölskum lamba-rauðvínspottrétti og að sjálfsögðu nýjasta æðið mitt hasselback kartöflur með steinselju. Og svo piéce de resistance; rustic artisan brauð. Ég get auðveldlega bakað brauð og kann margar uppskriftir að góðu brauði. Hef að sjálfsögðu undanfarna mánuði verið heilmikið að prófa allskonar holl hveiti og gerlaust og spírað og þar fram eftir götunum. Brauð er einn af minum veikleikum, ég get borðað endalaust af því (og ég er ekki að ýkja hér, í alvörunni E N D A L A U S T) og þar sem ég fæ ekki fullnægju mína af því þegar ég er að vera skynsöm þá hentar mér miklu betur að sleppa því bara. Nota frekar kolvetnin mín í það sem ég fæ meira bang for my buck eins og kús kús, grjón, quinoah og þess háttar. En það forðar því ekki að mér finnst líka voðalega gaman að baka brauð. Ég er slump og tilfinningakokkur. Brauðbakstur, öfugt við kökubakstur sem krefst nákvæmnis vinnulags og vísinda, er meira slump og tilfinning. Enda er ég líka búin að komast að því að kökur eru það allra versta fyrir mig. Kökur gera mig geðveika en það er annar pistill. Brauðið sem ég bjó til í dag til að þurrka upp rauðvínssósuna af disknum sló öllu öðru brauði út og ég sé ekki frekari ástæðu til að leita að uppskriftum eða borða annað “inferior” brauð. Uppskriftin er eins einföld og hægt er. Ger, vatn, hveiti og salt. Það er allt og sumt. Og með hnoðkróknum á vélinni minni var þetta sára lítil vinna. Og svo gott. Svo, svo gott. Og fallegt. Hefur nokkurn tíman sést jafn fallegt brauð? Og er lífið bara ekki svo miklu betra þegar maturinn manns er svona fallegur?
Þessi færsla birtist fyrst hér þann 6. febrúar 2011
http://salvelinus.blogspot.is/2011/02/gef-oss-i-dag-vort-daglegt-brau.html