Breytingaskeiðið er óumflýjanlegt og spannar stóran hluta lífs kvenna og einkennist bæði af líkamlegum og andlegum breytingum. En upplifanirnar eru ólíkar. Fyrir sumar konur eru það kannski hitakóf og svefntruflanir sem hafa mest áhrif. Fyrir aðrar geta það verið breytingar á skapi, orku, kynhvöt, þyngd eða meltingu og enn aðrar upplifa fá ef nokkur einkenni, sem eru fjölmörg – og reynslan afar einstaklingsbundin.

„Það er engin ein lausn sem hentar öllum,“ segir Hjördís Sjafnar, stofnandi huemeno®. „Við þurfum að fara að draga meiri athygli að og tala breytingaskeiðið og um fjölbreytileikann í upplifun kvenna í kringum það. Það er  ástæða þess að við völdum nafnið huemeno®. ‘hue’ vísar til litrófsins – þess hversu margar og einstaklingsbundnar hliðar þetta tímabil hefur – og ‘meno’ til breytingaskeiðsins sjálfs.“

„Við skulum halda því til haga,“ segir Hjördís jafnframt, „að breytingaskeiðið er ekki tískufyrirbrigði eða ‘bóla’.  Þetta er raunverulegt líffræðilegt ferli sem konur ganga í gegnum, með fjölbreyttar upplifanir sem geta haft djúpstæð áhrif á líf þeirra.

Samfélagsleg áhrif

Þegar við skoðum mikilvægi þess að opna umræðuna í stærra samhengi – á vinnustöðum og í samfélaginu öllu – er auðvelt að átta sig á að það sem lengi hefur verið hulið leyndarhjúp og talið einkamál hverrar konu getur í raun haft víðtæk áhrif. Þegar einkenni og líðan eru ekki rædd eða viðurkennd getur það leitt til þess að konur dragi sig til baka, sleppi tækifærum til framgangs eða yfirgefi jafnvel vinnumarkaðinn. Án skýrra upplýsinga, lausna eða stuðnings getur einangrun aukist og konur átt erfitt með að átta sig á því hvað er raunverulega að gerast í líkamanum á þessum árum.

„Á Íslandi hafa magnaðar konur stigið fram og lagt sitt af mörkum til að lyfta umræðunni um breytingaskeiðið upp,“ segir Hjördís. „Konur á borð við Halldóru Skúladóttur og Þorbjörgu Hafsteinsdóttur til dæmis. Halldóra hefur talað af einlægni og styrk um eigin reynslu og veitt mikilvæga og vandaða fræðslu. Þorbjörg hefur haldið fjölbreytt námskeið í áraraðir þar sem hún fræðir og valdeflir konur til að huga að eigin heilsu á öllum stigum lífsins og lengi vel dregið verðskuldaða athygli að breytingaskeiðinu. Undanfarið hefur hún lagt sérstaka áherslu á að fara með fræðsluerindi inn í fyrirtæki, bæði hér heima og í Danmörku, og þannig aukið skilning á áhrifum breytingaskeiðsins á líf og störf kvenna.“

Hjördís nefnir einnig Gyna Medica, sem hafi skapað mikilvægan vettvang þar sem konur fá faglega ráðgjöf, fræðslu og eftirfylgni á breytingaskeiði – og þannig gert umræðuna enn sýnilegri.

„Við hljótum að fara að horfa á breytingaskeiðið sem samfélagsmál, ekki einkamál,“ segir Hjördís. „Þegar fyrirtæki og vinnustaðir taka mið af þessu skapast skilningur, lausnir og samtal sem styrkir konur og nýtist samfélaginu í heild.“

GenM & MTick – samstarf sem skiptir huemeno® máli

“Við erum sérstaklega stolt af því að vera fyrsta íslenska vörumerkið sem vottað er með MTick® – fyrsta alþjóðlega tákninu sem sýnir að vara teljist „menopause-friendly“,” segir Hjördís.

Bakvið MTick® stendur GenM, félag stofnað í Bretlandi árið 2020 til að vinna með vörumerkjum og atvinnulífinu í að breyta umræðunni um breytingaskeiðið.

Hjördís segir GenM hafa vakið athygli sína með tveimur lykilskýrslum Invisibility Report og Visibility Report sem meðal annars sýna að 2 af hverjum 3 konum voru óundirbúnar fyrir breytingaskeiðið og að 48 einkenni eru þekkt þó margar konur þekki aðeins fá þeirra.

Þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi þess að konur gefi líðan sinni og upplifunum gaum. Að bæta sýnileika breytingaskeiðsins og aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum er jafnframt mikilvægt – og með huemeno® viljum við leggja okkar af mörkum svo umræðan aukist enn frekar og verði upplýsandi, jákvæð og lausnamiðuð.

Byrja snemma – byggja upp fyrir framtíðina

Kjarninn í nálgun okkar með huemeno® vörurnar er að það geti verið skynsamlegt að byrja snemma. Það er að segja, að huga að heilsunni og líkamanum á árunum á undan – til að leggja grunn að orku og vellíðan í gegnum breytingaskeiðið og fyrir áratugina sem fylgja.

Vörurnar frá huemeno® eru þróaðar með það í huga að styðja við grunnstoðir heilsunnar með fáum en vel völdum innihaldsefnum. Þau hafa verið valin sérstaklega vegna fjölþættrar virkni sinnar og tengsla við lykilþætti líkamlegrar og andlegrar heilsu á breytingaskeiðinu – og eftir það.

Í vörunum er hvorki að finna hormóna né hormónalík efni, svo sem plöntuhormóna (e. phytoestrogens) eða jurtaútdrætti sem líkja eftir áhrifum estrógens eða annarra hormóna. Þær eru hannaðar til að styðja markvisst við heildrænan grunn heilsu og vellíðunar – bæði sem sjálfstæður stuðningur og sem hluti af breiðari nálgun samhliða hormónauppbót eða öðrum úrræðum, allt eftir því sem hver kona kýs.

„Við hugum að grunninum og leggjum áherslu á þarmaflóruna ásamt meltingu, orku og hvíld, efnaskiptum, beinheilsu og jafnvægi í flóru leggagnanna – þannig að þegar þar að kemur séum við andlega og líkamlega betur í stakk búnar fyrir það sem framundan er,” segir Hjördís.

Þarmaflóran, ósýnilegur áhrifavaldur

Samtalið um þarmaflóruna er orðið eitt það mikilvægasta í heilsufræðslu nútímans. Nú vitum við að tengsl hennar ná langt út fyrir meltinguna sjálfa – hún hefur áhrif á ónæmiskerfið, efnaskiptaheilbrigði, hormónajafnvægi, taugakerfi og jafnvel andlega líðan.

Þegar talað er um breytingaskeiðið skiptir þetta einnig máli og heilbrigð þarmaflóra getur hjálpað til við að draga úr ójafnvægi sem annars getur haft áhrif á orku, meltingu, svefn og almenna líðan.

Efnaskiptaheilsa – Metabolic Health

Hugtakið metabolic health hefur fengið sífellt meira vægi á ensku í almennu tali en er lítt notað hér á landi. Með efnaskiptaheilsu er átt við samspil þátta eins og blóðsykurs, fitudreifingar, orku og jafnvægis í líkamanum. Hún tengist einnig bólgum og hefur bein áhrif á hjarta- og æðakerfið.

Lækkað estrógenmagn hefur áhrif á efnaskipti og það sem oft verður fyrst sýnilegt er hvernig fita dreifist um líkamann og hvar hún safnast, til dæmis með aukinni kviðfitu. Kviðfita er ekki aðeins útlitsmál heldur getur verið merki um að dýpri og ósýnilegri ferlar séu að eiga sér stað í líkamanum – breytingar sem snerta efnaskipti og geta haft áhrif til lengri tíma.

huemeno® x SynbÆctive®

huemeno® leggur áherslu nákvæmni í vali á innihaldsefnum. Það er ekki nóg að sýna handahófskennda blöndu af góðgerlum eða öðrum inninhaldsefnum  – sértaklega er mikilvægt er að velja og virka góðgerlastofna og í réttu magni.

Samstarfið við ítalska líftæknifyrirtækið SynBalance Srl er mikilvægur þáttur í þessari nálgun. SynBalance nýtir tækni sem byggir á nákvæmri greiningu örveruflórunnar og sérhæfir sig í þróun góðgerlalausna með skýrri skilgreiningu á virkni og traustum klínískum gögnum.

Markmið SynBalance er að styðja við heilsu með áhrifum á örveruflóruna og leggja þannig grunn að forvörnum gegn langvinnum sjúkdómum og áhrifum öldrunar.

“Það sem kallað er functional dose á ensku er grundvallaratriði”, segir Hjördís: að góðgerlar séu í því magni sem notað var í rannsóknum og sem sýndu fram á eiginleika þeirra.

Í huemeno® Me eru notaðir SynbÆctive® góðagerlastofnar frá SynBalance Srl, sem henta sérstaklega fyrir kvenheilsu, meltingu og efnaskiptaheilbrigði.

Heildræn nálgun með huemeno®

huemeno® er ekki hugsað sem lausn fyrir einstaka einkenni breytingaskeiðsins, heldur leggjum við áherslu á heildræna nálgun þar sem við hugum sérstaklega að þarmaflóru, meltingu, efnaskiptaheilbrigði, beinheilsu, hvíld og slökun og jafnvægi í flóru leggangnanna. Á þennan hátt getur huemeno® orðið stoð sem byggir grunn að betri heilsu, orku og vellíðan til framtíðar.

Í dag samanstendur línan af þremur kjarnavörum:

  • huemeno® Me – fjölvirk blanda þriggja SynbÆctive® góðgerla, forgerla og vítamína fyrir þarmaflóru, meltingu, mittismál, efnaskipti, ónæmiskerfi og legganguflóru.
  • huemeno® Magnesium Bisglycinate – form sem frásogast vel og nýtist því líkamanum sérstaklega vel, er milt í maga og styður orkuvinnslu, vöðvaslökun og hvíld og ró.
  • huemeno® Vitamin D3 & K2 – fyrir bein og hjarta- og æðakerfi, sérstaklega mikilvægt þegar estrógenmagn fer að lækka.

Auglýsingar sem konur vilja lesa

Hjördís brosir þegar hún minnist á samtölin við markaðsfólkið sem vinnur með henni. „Þau hafa stundum áhyggjur af því að ég leggi of mikla áherslu á fræðslu og segja að textarnir mínir séu of langir, jafnvel hundleiðinlegir,” segir hún og hlær. „En ég tel að við konur viljum fræðast–  og mig langar að veita upplýsingar sem opna vonandi umræðuna enn frekar og eru gagnlegar og þess  vegna eru textar og kynningar frá huemeno® stundum ítarlegri en kannski gengur og gerist. Það er með ráðum gert.”