• Án mjólkur
  • Án glútens
  • Án sykurs

Passar vel með brúnum hrísgrjónum, rótargrænmeti og salati.

Fyrir fjóra

1 stór kúlottusteik með fitu

4 stórir rauðlaukar, afhýddir og skornir í fjórðunga

4 hvítlauksgeirar skornir í tvennt á lengdina

Gulrætur skornar í tvennt á lengdina

1 appelsína í bátum

1 tsk. eða 10 stk. allrahanda

2 lárviðarlauf

2 tsk. rósmarín

1 hnífsoddur vanilluduft (helst ekki vanillusykur)

Smá salt

Leiðbeiningar:

Skerið í yfirborð steikarinnar.

Setjið hvítlaukinn ofan í skurðina. Hann á að fara djúpt inn í kjötið til að gefa bragð.

Nuddið kjötið með salti, pipar og rósmarín.

Setjið gulrætur, appelsínur, lárviðarlauf og lauk í botninn á leirpotti (Römertopf) og stráið allrahanda kryddi yfir.

Bætið vatni við. Það á að ná 3 cm upp á steikina.

Setjið lok á leirpottinn og stingið honum svo inn í kaldan ofn og stillið hann á 250°C. Eldunin tekur 1,5 tíma en steikin verður enn betri ef hún fær að eldast í 3 tíma.

Takið steikina út og veiðið gulræturnar upp úr og setjið til hliðar.

Setjið laukinn, vökvann og tvo appelsínubáta í blandara. Þessi blanda er notuð sem sósa með kjötinu.

Stráið steinseljublöðum yfir og skreytið með afgangnum af appelsínubátunum áður en rétturinn er borinn fram.

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/culottesteg_med_fisterlgsovs/aftensmad