- Án mjólkur
- Án glútens
- Án sykurs
1 lítri
1 lítri af sykurlausri sojamjólk án bragðefna
6 hylki af mjólkursýrugerlum
Hitið mjólkina í potti upp að líkamshita, þangað til þið getið dýft litla fingri ofan í án þess að finna hitamun.
Opnið hylkin og bætið innihaldi þeirra við mjólkina.
Hrærið varlega.
Látið sojajógúrtina standa í einn sólarhring við stofuhita.
Fjarlægið vökvann sem myndast ofan á jógúrtinni þegar hún er orðin stíf.
Setjið lok yfir og geymið í kæli. Geymslutími er 4-5 dagar.
Berið fram með ferskum ávöxtum, hörfræjum, sætuefni og hörfræolíu ofan á.
Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.
http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/sojayoghurt/morgenmad