Ég hlustaði á sérlega skemmtilegan fyrirlestur á Radio 4 um heilsusamlegt líferni nú fyrir nokkru. Fyrirlesturinn þótti mér góður, sér í lagi fyrir þær sakir að ég, og fyrirlesarinn vorum sérstaklega sammála um nánast allt. Þetta heilsulíferni er allt orðið svo flókið og ruglingslegt fyrir utan að fylgja hinum og þessum tískustraumum í ofanálag við að heyra ráðleggingar sem stangast stöðugt á. Það er bara ekki fyrir venjulegt fólk að hafa við því hvað má og hvað má ekki gera hvað mat og hreyfingu varðar nú til dags. Þess vegna er bara best að hlusta ekki á neinn nema sjálfan sig og gera það bara sem hentar manni sjálfum best. Hann lauk svo fyrirlestrinum á að útskýra hvað hann sæji sem markmiðið með að viðhalda góðri heilsu, hver skilgreining væri á að vera heilsuhraustur. ´´Þegar ég er 67 ára,´´ sagði hann, ´´vil ég enn getað dedúað vandlega við konuna mína. Ég vil horfa á konuna sem ég elska í eldhúsinu og segja við hana; Barbara, upp stigann með þig, ég ætla mér að eiga við þig á besta hátt.´´
Þessi færsla birtist fyrst hér þann 10. febrúar 2016
http://salvelinus.blogspot.is/2016/02/ar-small-i-grafikjunni.html