• Án mjólkur
  • Án glútens
  • Án sykurs

Innihaldsefni:

1 heill toppkálshaus

1 ferna hafrarjómi. Það er hægt að nota sojarjóma í staðinn.

1 tsk. múskat

Salt og pipar

Leiðbeiningar:

Sjóðið 1.5 lítra af vatni.

Skerið allt toppkálið í fínar ræmur á meðan vatnið er að sjóða.

Setjið kálið í sjóðandi vatnið og leyfið því að sjóða í hámark 2 mínútur. Fylgist vandlega með!

Sigtið vatnið frá og setjið kálið aftur í pottinn. Bætið við hafrarjóma, múskati og kannski smjörklípu. Bragðið til með salti og nýmöluðum pipar.

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/spidskl_med_havreflde/aftensmad