Flestir þekkja streitu og kvíða af eigin raun.
70% fullorðinna einstaklinga í Bandaríkjunum segjast upplifa streitu eða kvíða daglega.
Hér eru 16 einfaldar leiðir til að draga úr streitu og kvíða.
1. Æfingar
Reglulegar æfingar geta dregið úr streitu og kvíða út af endorfínframleiðslu, bættum svefni og betri sjálfsmynd.
2. Prófaðu fæðubótarefni
Nokkur fæðubótarefni geta dregið úr streitu og kvíða. Þetta á til að mynda við um ashwagandha jurt, omega-3 fitusýrur, grænt te og sítrónumelissu.
3. Kveiktu á ilmkerti
Ilmolíumeðferð getur hjálpað þér að draga úr kvíða og streitu. Kveiktu á ilmkerti eða notaðu ilmolíur og njóttu róandi áhrifanna.
4. Dragðu úr koffínneyslu
Stórir skammtar af koffíni geta aukið streitu og kvíða. Fólk er þó misnæmt fyrir því.
5. Haltu dagbók
Að halda dagbók getur hjálpað þér að draga úr streitu og kvíða, sérstaklega ef þú einblínir á það jákvæða.
6. Tyggjó
Samkvæmt nokkrum rannsóknum virðist tyggjó geta hjálpað manni að slaka á. Það getur hugsanlega líka stuðlað að betri vellíðan og dregið úr streitu.
7. Verðu tíma með fjölskyldu og vinum
Sterkt félagslegt net getur hjálpað þér að komast í gegnum erfiða tíma og dregið úr hættu á kvíða.
8. Hlátur
Sjáðu húmorinn í hversdagsleikanum. Verðu tíma með fyndnum vinum eða horfðu á gamanþátt til að draga úr streitu.
9. Lærðu að segja nei
Reyndu að taka ekki meira að þér en þú ræður við. Að segja nei er ein leið til að hafa stjórn á streituvöldum.
10. Lærðu að forðast frestunaráráttu
Forgangsraðaðu því sem þarf að koma í verk og gefðu þér tíma til að sinna því. Búðu til verkefnalista og vertu á tánum til að koma í veg fyrir streituna sem fylgir frestunaráráttu.
11. Stundaðu jóga
Jóga er víða notað til að draga úr streitu. Það getur lækkað blóðþrýsting og hjálpað þér að draga úr streituhormónum.
12. Núvitund
Núvitund getur hjálpað þér að draga úr einkennum kvíða og þunglyndis.
13. Blíðulæti
Jákvæðar snertingar á borð við gælur, faðmlög, kossa og kynlíf getur lækkað blóðþrýsting og hjálpað til við að draga úr streitu út af framleiðslu á oxytósíni
14. Hlustaðu á róandi tónlist
Að hlusta á tónlist sem þér líkar við getur reynst góð leið til að draga úr streitu.
15. Djúpöndun
Djúpöndun virkjar slökunarviðbrögð. Það eru til margar aðferðir sem þú getur stuðst við til að læra djúpöndun.
16. Eyddu tíma með gæludýrinu
Að verja tíma með gæludýrinu getur leitt til framleiðslu á oxytósíni sem getur dregið úr streitu og bætt geðið.
Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.