Matarbúr Kaju, sem er uppáhaldsbúð fjölmargra, deildi eftirfarandi á Facebook síðu sinni og við hjá Heilsunetinu fögnum og viljum endilega láta þessar góðu fréttir berast, við segjum líka barasta WOW og merci!

“Við erum komin í gott samstarf við franska lífræna heildsölu sem heitir Provences Bio annarsvegar og svo hinsvegar WOW air með flutning á lífrænu fersku grænmeti og ávöxtum frá Frakklandi. Við munum nýta annars tóm farangursrými farþegavélanna undir viðkvæmar ávaxta- og grænmetissendingar okkar.
Við erum að fínpússa verkferla og að þeim sökum verður seinkun á að franski hvítlaukurinn og spergilkálið komi til landsins. Við áætlum að næsta sending sem verður númer 2 í röðinni verði komin í hús á miðvikudaginn í næstu viku (þann 26. júlí)
Með þessu samstarfi við Provences Bio höfum við tök á að breikka vöruúrval á lifrænum ávöxtum og grænmeti til muna. En að sama skapi mun íslensk lífræn ræktun alltaf hafa forgang.
Ávextir og grænmeti sem langt geymsluþol verður tekið með skipi eins og áður hefur tíðkast.”

Matarbúr Kaju er starfrækt á tveimur stöðum, Óðinsgötu 8b í Reykjavík og Kirkjubraut 54 Akranesi þar sem einnig er starfrækt lífrænt og lokkandi kaffihús.