• Án mjólkur
  • Án glútens
  • Án sykurs

Glútenfrír morgunmatur með lágan glýkemískan stuðul sem hefur ekki mikil áhrif á blóðsykurinn. Góður fyrir magann og meltinguna og lítil hætta á ofnæmi. Frábær máltíð seinni part dags eða sem náttverður fyrir þá sem eiga erfitt með að sofna vegna vandamála sem tengjast blóðsykrinum eða streitu.

Fyrir tvo

2 dl vatn

Smá salt

1 dl heilt hirsi

1 dl rísmjólk

2 msk. möndluflögur

2 msk. möluð hörfræ

2 msk. próteinduft eða 2 gerilsneydd egg til að próteinbæta grautinn

1/2 pera eða epli, skorið smátt

1 tsk. muldar kardimommur

1/3 tsk. vanilluduft

5 apríkósur

Leggið hirsið í bleyti með apríkósunum í nokkra tíma eða yfir nóttu.

Sjóðið saman með perum eða eplum, kardimommu og vanilludufti í 15-20 mínútur. Passið upp á að það sé nóg af vatni svo grauturinn brenni ekki.

Bætið annaðhvort mysupróteini eða eggjum við grautinn. Hægt er að sjóða eggin sér.

Myljið hörfræin í kaffikvörn og blandið þeim ásamt möndluflögunum (má kaupa tilbúið) við grautinn og berið fram með rísmjólk.

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/morgenstund_med_hirsemund/morgenmad