• Án sykurs
  • Hægt að matreiða án glútens – sjá fyrir neðan
  • Hægt að matreiða án mjólkur – sjá fyrir neðan

Fyrir fjóra

500 gr. hakkað vistvænt kálfakjöt. Annar valkostur er hakkað kalkúnakjöt

1 stór laukur skorinn í þunnar sneiðar

1 stór gulrót rifin gróft með rifjárni

1 rauð paprika skorin í litla bita

2 hvítlauksgeirar

2 tsk. þurrkað timjan eða kryddmæra

1 krukka tómatasósa

1 dós vistvænir maukaðir tómatar

1 dl vatn

Heilhveiti lasagnaplötur EÐA tveir meðalstórir kúrbítar eða einn stór skorinn á lengdina í þunnar sneiðar OG eitt mangó, afhýtt og skorið í þunnar sneiðar eða strimla.

Smá salt nýmalaður svartur pipar eða rósapipar.

Sósan

200-250 ml vatn

1/2 msk. grænmetiskraftur

Ca. 4 heilkorna hrísmjöl

2 msk. kókosolía

1 dós geitasmurostur. Aðrir valkostir eru 1/4 lítri sojarjómi eða hafrarjómi

1 tsk. múskat

1 tsk. kanill

Nýmalaður pipar og ögn af salti en passið ykkur á saltinu því geitaosturinn er saltur!

Léttsteikið kjötið í olíu eða annarri fitu í nokkrar mínútur. Bætið svo við lauk, papriku og hvítlauk og steikið létt í nokkrar mínútur í viðbót. Bætið við rifinni gulrót og hrærið. Setjið svo kryddið út á ásamt maukuðum tómötum, vatni og tómatasósu og hrærið vel. Leyfið þessu að malla við vægan hita í tvo til þrjá tíma ef um nauta- eða kálfakjöt er að ræða en í styttri tíma ef verið er að elda hvítt kjöt. Kjötið á alla vega að vera vel eldað í gegn og sósan á ekki að vera þunn heldur bragðmikil og bætið því við hana ef ykkur finnst vantað eitthvað af innihaldsefnunum.

Útbúið sósuna á meðan kjötið mallar. Munið að stilla ofninn á 180°C.

Sjóðið vatn með grænmetiskrafti og hellið í skál og geymið þar til síðar.

Bræðið kókosolíuna í litlum potti og hrærið hrísmjölinu við. Nú á að baka upp sósuna og grænmetissoðinu er bætt við hrísmjölsbolluna í litlum skömmtum á meðan hrært er í allar áttir. Bollan má ALLS EKKI brenna við. Sósan á ekki að vera mjög þykk. Þynnið hana með smá vatni ef þörf krefur. Bragðið sósuna til með kanil, múskati og pipar. Smurosturinn kemur síðast. Takið pottinn af hellunni setjið lok yfir og leyfið ostinum að bráðna við sósuna í nokkrar mínútur. Hrærið svo í sósunni. Ef rjómi er notaður í staðinn fyrir ost, hrærið honum þá út í undir lokin.

Í eldfast mót er kjötsósan sett fyrst, næst hríssósan og svo lasagnaplötur eða kúrbítur og mangó. Þetta er síðan endurtekið, kjötsósa, hríssósa og lasagnaplötur eða kúrbítur og mangó. Efsta lagið á að vera með kjöt- og hríssósu. Það má alveg blanda sósunum saman í lokin.

Stingið þessu inn í ofn og bakið í 3o mínútur.

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/lasagne/aftensmad