Það hefur ríkt þögn í kringum breytingskeiðið – of lengi.
huemeno® er íslenskt vörumerki sem hefur það að markmiði að styðja heilsu og vellíðan kvenna á breytingaskeiði og í árunum sem á eftir koma, og leggja sitt af mörkum til að opna umræðuna um þetta mikilvæga tímabil.
Nafnið á bak við hugsjónina
Nafnið huemeno® er samsett úr tveimur hlutum sem endurspegla hugmyndafræði fyrirtækisins:
- hue (litur, blær, tónn) – táknar margbreytileikann í upplifun kvenna
- meno (tíðahvörf) – rót orðsins menopause, þar sem fókusinn okkar liggur
Þetta nafn var valið til að draga athygli að því hversu fjölbreytt og einstaklingsbundin einkenni kvenna á breytingaskeiðinu eru.
Engar tvær konur upplifa breytingaskeiðið á sama hátt
Breytingar á líðan þegar við nálgumst ákveðinn aldur geta tengst breytingaskeiðinu – oft án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Einkennin eru gjarnan misskilin, ranggreind eða jafnvel hunsuð.
Þrátt fyrir að breytingaskeiðið snerti helming mannkyns er enn skortur á upplýsingum og tölfræði um áhrif þess á líf og störf kvenna á Íslandi – ekki aðeins hvað varðar heilsu, heldur einnig áhrif á fjölskyldulíf, samskipti og þátttöku á vinnumarkaði.
Margar konur ganga í gegnum þetta tímabil í hljóði – án aðstoðar, skilnings eða úrræða.
Samstarf við GenM®
GenM® er breskt frumkvöðlafélag sem vinnur markvisst að því að gera breytingaskeiðið sýnilegt og auka skilning á því. Samtökin hvetja vörumerki, fyrirtæki og stofnanir til að vera meðvitaðri, sýnilegri og styðjandi við konur á þessu skeiði lífsins.
Í Bretlandi eru um 15,5 milljónir kvenna á breytingaskeiði og markmið GenM® er að:
- opna umræðuna og rjúfa þögnina
- auka sýnileika málefnisins
- gera upplýsingar, vörur og þjónustu aðgengilegri fyrir konur á þessu skeiði
GenM® er jafnframt heimili MTick®, alþjóðlegs merkis sem hjálpar konum að þekkja þær vörur og þjónustu sem eru sérstaklega þróaðar með þarfir þeirra í huga.
huemeno® er fyrsta íslenska vörumerkið sem hefur hlotið MTick® vottun frá GenM®. Með því tekur huemeno® virkan þátt í nauðsynlegri vakningu og skuldbindur sig til að mæta konum af heiðarleika, sýnileika og ábyrgð.
Staðreyndir sem sýna þörfina
Rannsókn sem GenM® framkvæmdi árið 2020 meðal 2.010 kvenna í Bretlandi sýnir alvarleikann:
- 67% sögðust ekki hafa verið undirbúnar fyrir breytingaskeiðið
- 70% aflaði sér upplýsinga eingöngu í gegnum eigin reynslu
- 87% töldu miðaldra konur hunsaðar af samfélaginu
- 41% upplifðu sig ósýnilegar og einar
Þessar niðurstöður undirstrika skýrt hversu mikil þörf er fyrir meiri fræðslu, betri úrræði og raunverulegan stuðning við konur á þessu tímabili lífsins.
huemeno® Me er ætluð konum á árunum í kringum breytingaskeiðið, og eftir það. Hún inniheldur þrjá SynbÆctive® góðgerlastofna frá SynBalance Srl – ítölsku líftæknifyrirtæki sem nýtir tækni byggða á nákvæmri greiningu örveruflórunnar og sérhæfir sig í þróun góðgerlalausna með skýrri skilgreiningu á virkni.
Markmið SynBalance er að styðja við heilsu með áhrifum á örveruflóruna og leggja þannig grunn að forvörnum gegn langvinnum sjúkdómum og áhrifum öldrunar.
Árið 2021 hlaut SynBalance NutraIngredients Awards verðlaunin „Ingredient of the Year – Weight Management“ fyrir innihaldsefni í flokki þyngdarstjórnunar, fyrir þessa tilteknu blöndu gerla sem finna má í huemeno® Me. Rannsóknir hafa bent til þess að blandan geti haft áhrif á örveruflóruna og efnaskiptaheilsu, þar á meðal á þætti eins og mittismál og söfnun kviðfitu.
Eitt af því sem margar konur taka eftir á árunum í kringum breytingaskeiðið er aukin tilhneiging til að safna fitu á sig á kviðsvæði. Kviðfitu ætti þó ekki aðeins að skoða sem útlitsatriði og mittismál – hún getur gefið til kynna að ákveðnir þættir tengdir efnaskiptum og heilsu okkar gætu þurft sérstaka athygli.
Hugtakið „metabolic health“ er að öllum líkindum töluvert algengara í daglegu tali hjá enskumælandi þjóðum, en íslenska þýðingin, efnaskiptaheilsa, hefur ekki sömu festu í almennu máli – þó hún lýsi vel því sem átt er við. Skilningur okkar er því enn að mótast, og mikilvægt er að vekja meiri athygli á hugtakinu og því hvernig það tengist líðan okkar og heilsu – ekki síst því hvernig efnaskiptaheilsa getur haft áhrif á almenna heilsu og vellíðan til framtíðar.
Efnaskiptaheilsa fjallar meðal annars um hvernig líkaminn nýtir orku – hvernig hann vinnur næringu úr fæðu, geymir fitu, heldur jafnvægi á blóðsykri og bregst við streitu og hefur einnig áhrif á hjarta og æðakerfi. Þetta eru grunnferlar líkamans sem yfirleitt fara fram í kyrrþey, án þess að við finnum endilega mikið fyrir þeim.
Þegar hormónastarfsemi breytist, sérstaklega þegar estrógen minnkar, getur það haft áhrif á efnaskiptin. Hægst getur á orkuvinnslu, blóðsykur orðið óstöðugri og líkaminn breytir því hvernig og hvar hann geymir fitu.
Þarmaflóran – ósýnilegur áhrifavaldur í lífi okkar
Á breytingaskeiði eiga sér stað fjölmargar breytingar í líkamanum – sumar greinilegar, aðrar minna sýnilegar. Einn af þáttunum sem oft fær of litla athygli er einmitt þarmaflóran og hvernig hún skiptir einnig máli á þessu tímabili.
Þarmaflóran, sem einnig er kölluð örveruflóra, er eitt flóknasta lífkerfi líkamans og gegnir lykilhlutverki í heilsu okkar. Hún samanstendur af þúsundum tegunda örvera sem lifa í meltingarveginum og vinna saman í flóknu samspili. Þessar örverur, sem telja milljarða, geta haft áhrif á meltingu, upptöku næringarefna, efnaskipti, ónæmiskerfið og jafnvel taugakerfið og andlega heilsu og skap. Þessi „ósýnilegi heimur“ hefur vakið mikla athygli vísindamanna á síðustu árum vegna víðtækra áhrifa hans á allt líkamsstarfið. Þegar flóran er í jafnvægi styður hún líkamann á margvíslegan hátt. Þegar jafnvægi hennar raskast geta áhrifin orðið margþætt og borið með sér óþægindi, oft alls ótengd meltingarkerfinu sjálfu.
Huemeno® x SynbÆctive®
Það er mikilvægt að hafa í huga að áhrif góðgerla ráðast ekki aðeins af tegund bakteríu eða gerli – heldur af því hvaða stofn er nákvæmlega notaður, í hvaða magni og við hvaða aðstæður.
Í huemeno® Me eru notaðir þrír stofnar SynbÆctive® góðgerla sem hafa verið rannsakaðir sérstaklega fyrir sértæka eiginleika til stuðnings við:
• Meltingu og getu til að vinna gegn hægðatregðu, uppþembu og vindgangi
• Efnaskiptaheilsu og orkuvinnslu
• Jafnvægi flóru í leggöngum og getu til að sporna við endurteknum sýkingum
Árið 2021 hlaut SynBalance NutraIngredients Awards verðlaunin „Ingredient of the Year – Weight Management“ fyrir innihaldsefni flokki þyngdarstjórnunar, fyrir þessa tilteknu blöndu gerla sem notuð er í huemeno® Me. Hún styður við efnaskiptaheilsu og getur dregið úr söfnun kviðfitu og minnkað mittismál umtalsvert með því að hafa áhrif á örveruflóruna.
Í hverju hylki af huemeno® Me er magn SynbÆctive® gerlanna í þeim skömmtum sem rannsóknir styðja og sýna jafnframt að þeir nái á þá staði sem þeim er ætlað að hafa áhrif.
Að auki inniheldur huemeno® Me inúlín og FOS trefjar, svokallaða forgerla, sem næra góðgerlana og styðja virkni þeirra í líkamanum. Í vörunni eru einnig tvö B-vítamín, B6-vítamín, sem styður við orkuvinnslu, starfsemi taugakerfis og hormónajafnvægi og B1-vítamín (þíamín), sem hjálpar til við umbreytingu fæðu í orku og styður við starfsemi hjarta og taugakerfis.
Heildræn nálgun
Þó engar tvær konur upplifi breytingaskeiðið á sama hátt, eru ákveðnir þættir sem eiga við okkur allar – atriði sem vert er að huga að til að styðja heilsu okkar, ekki aðeins á meðan breytingarnar eiga sér stað heldur einnig áður, og fyrir árin sem á eftir koma.
Þá er sérstaklega mikilvægt að huga að beinheilsu, þar sem náttúruleg vernd estrógens minnkar og bein geta orðið viðkvæmari. Með huemeno® Vitamin D3 & K2 má styðja við upptöku og nýtingu kalks og þannig styðja við beinheilsu.
Svefn og hvíld halda áfram að skipta sköpum – bæði fyrir orku, jafnvægi og endurheimt. Góðar svefnvenjur og stuðningur frá huemeno® Magnesium Bisglycinate að kvöldi geta hjálpað okkur að ná slökun, stuðlað að eðlilegum svefni og stutt við orkujafnvægi dag frá degi.
Huemeno® – fá innihaldsefni, fjölþætt virkni
Huemeno® vörurnar eru byggðar á þeirri hugsjón að styðja við grunnstoðir heilsunnar með fáum en vel völdum innihaldsefnum – efnum sem hafa verið valin sérstaklega vegna fjölþættrar virkni þeirra og tengsla við lykilþætti líkamlegrar og andlegrar heilsu á breytingaskeiðinu og eftir það. Þær innihalda hvorki hormóna né hormónalík efni, svo sem plöntuhormóna (e. phytoestrogens) eða jurtaútdrætti sem líkja eftir áhrifum estrógens eða annarra hormóna.
Í stað þess að treysta á flóknar blöndur með fjölda ólíkra efna leggur huemeno® áherslu á samsetningar þar sem hvert innihaldsefni hefur skýran tilgang og er notað í skömmtum sem styðja við markmið vörunnar.
Fæðubótarefnum huemeno® er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu og heilbrigðan lífsstíl. Leitið ráða hjá heilbrigðisstarfsfólki ef þú ert barnshafandi, með fæðuóþol, með undirliggjandi sjúkdóma eða tekur lyf.
Kynntu þér meira um huemeno® á: huemeno.is
Mynd: Adam Winger/ Unsplash


