Í líkama okkar lifir fjölbreytt örveruflóra sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir heilsu og vellíðan. Hún er þó ekki aðeins bundin við þarmana – í leggöngum er einnig örveruflóra sem styður við heilbrigði slímhúðar, verndar sýrustig og almennt jafnvægi. Þegar þetta jafnvægi raskast geta komið fram óþægindi á borð við þurrk, útferð, kláða eða endurteknar sýkingar.
Hlutverk sýrustigs
Sýrustigið í leggöngum er einn af lykilþáttunum sem veitir vernd gegn sýkingum og styður við flóruna. Heilbrigð örveruflóra, einkum ákveðnir góðgerlar, stuðlar að súru sýrustigi sem gerir umhverfið síður hentugt fyrir óæskilegar bakteríur. Ef sýrustigið hækkar getur verndandi bakteríum fækkað og þá aukast líkurnar á óþægindum eða sýkingum.
Hvað hefur áhrif á örveruflóruna?
Örveruflóran í leggöngum er viðkvæm og getur orðið fyrir áhrifum af ýmsum þáttum. Hormónasveiflur, tíðablæðingar og meðganga geta breytt umhverfinu og haft áhrif á sýrustig og jafnvægi. Á breytingaskeiði verða þessar breytingar oft meira áberandi þar sem hormónajafnvægi líkamans breytist. Sýklalyfjanotkun og mataræði geta einnig raskað jafnvæginu.
Þegar örveruflóra og sýrustig eru í jafnvægi styður það við náttúrulegt varnarkerfi líkamans. Þegar jafnvægið raskast getur það hins vegar valdið óþægindum sem hafa áhrif á daglegt líf. Að huga að þessum þáttum er því mikilvægur hluti af því að efla heilsu og líðan til framtíðar.
Gerlar sem komast leiðar sinnar
huemeno® Me er aðalvaran í nýrri íslenskri línu fæðubótaefna sem er ætluð konum á árunum í kringum breytingaskeiðið, og eftir það. Hún inniheldur þrjá SynbÆctive® góðgerlastofna frá SynBalance Srl – ítölsku líftæknifyrirtæki sem nýtir tækni byggða á nákvæmri greiningu örveruflórunnar og sérhæfir sig í þróun góðgerlalausna með skýrri skilgreiningu á virkni. Markmið SynBalance er að styðja við heilsu með áhrifum á örveruflóruna og leggja þannig grunn að forvörnum gegn langvinnum sjúkdómum og áhrifum öldrunar.
huemeno® Me inniheldur sérvalda gerla, forgerla og B-vítamín sem vinna saman að því að styðja við jafnvægi í líkamanum – bæði í þörmum og í leggöngum. Meðal þeirra eru SynbÆctive® L. acidophilus PBS066 og SynbÆctive® L. reuteri PBS072, klínískt rannsakaðir Lactobacillus-stofnar sem hafa sýnt fram á getu til að ferðast frá meltingarvegi til legganga og numið þar land. Þetta er lykilatriði, þar sem áhrif gerla ráðast ekki aðeins af því að þeir séu teknir inn heldur einnig af því að þeir nái raunverulega til marksvæðis.
Vörn gegn ójafnvægi og bólgu – líka á breytingaskeiðinu
Rannsóknir sýna að L. acidophilus PBS066 og L. reuteri PBS072 geta hamlað vexti algengra sýkingarvalda með því að keppa um viðloðunarsvæði, framleiða náttúruleg efnasambönd og viðhalda súru umhverfi.
Þessi virkni er sérstaklega mikilvæg á breytingaskeiðinu, þegar estrógenmagn lækkar, sýrustig hækkar og náttúruleg varnarlína líkamans veikist. Með því að styðja við eðlilegt pH og örverujafnvægi geta þessir gerlar hjálpað til við að draga úr líkum á óþægindum og styðja við vellíðan á náttúrulegan hátt.
Jafnvægi og vellíðan
Rétt samsett og fjölbreytt fæða getur stutt við örveruflóruna og heilbrigt sýrustig í leggöngum. Fæða sem inniheldur trefjar og jurtaafurðir gefur góðgerlum næringu til að dafna, en unnar og sykraðar vörur geta í sumum tilvikum raskað jafnvæginu.
Sérvaldir gerlar eins og þeir sem eru í huemeno® Me geta verið gagnleg viðbót – hluti af heildrænni nálgun að heilsu sem tekur mið af lífskeiðum kvenna og þeim líkamlegu breytingum sem fylgja.
Fyrir líðan í dag – og heilsu til framtíðar
Góð heilsa byggir á daglegum venjum sem hafa raunveruleg áhrif. Fjölbreytt fæða, hreyfing við hæfi og góður svefn eru grunnstoðir sem mikilvægt er að huga að á öllum skeiðum lífsins – ekki síst á breytingaskeiðinu.
huemeno® Me getur verið hluti af þessari heildarmynd – náttúruleg leið til að styðja við jafnvægi í líkamanum og efla vellíðan á öllum stigum lífsins.
Þó varan hafi ekki verið lengi á markaði höfum við hjá huemeno® þegar heyrt frá fjölmörgum konum sem finna raunverulegan mun á líðan sinni. Margar lýsa betri meltingu, minni uppþembu og meiri orku – aðrar hafa séð breytingu á mittismáli. Að auki nefna margar sérstaklega að þær hafi loks náð betri stjórn á útferð og endurteknum sýkingum frá kynfærasvæði, en slíkt er þekkt vandamál sem oft fylgir breytingaskeiðinu, en getur einnig verið hvimleitt langvarandi ástand hjá konum á öllum aldri.
Þó þessi einkenni séu af ólíkum toga tengjast þau öll sama grunnkerfi – þarmaflórunni. huemeno® Me var þróað til að styðja við þetta innra jafnvægi.
Rannsóknir á SynbÆctive® góðgerlunum í huemeno® Me sýna einmitt vísbendingar um jákvæð áhrif á meltingu, efnaskipti, mittismál og jafnvægi í leggöngum – í takt við það sem margar konur upplifa í daglegri notkun.
huemeno® vörurnar eru byggðar á þeirri hugsjón að styðja við grunnstoðir heilsunnar með fáum en vel völdum innihaldsefnum – efnum sem hafa verið valin sérstaklega vegna fjölþættrar virkni þeirra og tengsla við lykilþætti líkamlegrar og andlegrar heilsu, ekki síst á breytingaskeiðinu… og eftir það. Þær innihalda hvorki hormóna né hormónalík efni, svo sem plöntuhormóna (e. phytoestrogens) eða jurtaútdrætti sem líkja eftir áhrifum estrógens eða annarra hormóna og henta því bæði sem sjálfstæður stuðningur og sem hluti af breiðari nálgun samhliða hormónauppbót eða öðrum úrræðum, allt eftir því sem hver kona kýs.
Í stað þess að treysta á flóknar blöndur með fjölda ólíkra efna leggur huemeno® áherslu á samsetningar þar sem hvert innihaldsefni hefur skýran tilgang og er notað í skömmtum sem styðja við markmið vörunnar.
Kynning unnin í samstarfi við huemeno ehf./ Mynd: Honney Artkongharn / Unsplash
