Nýverið hefur það sem á ensku kallast „leaky gut“ eða „lekir þarmar“ fengið aukna athygli, sér í lagi hjá þeim sem aðhyllast aðferðir náttúrulækninga.

Lekir þarmar, einnig þekkt sem aukin gegndræpni þarma, er meltingarkvilli þar sem bakteríur og eiturefni geta „lekið“ í gegnum þarmavegginn.

Læknastéttin viðurkennir ekki leka þarma sem raunverulegt sjúkdómsástand.

Þó eru til töluverður fjöldi vísindalegra rannsókna sem benda til þess að lekir þarmar sé ástand sem sé til og tengist hugsanlega margvíslegum heilsufarsvandamálum.

Hér er rýnt í sannanirnar sem styðja þá tilgátu að lekir þarmar sé sjúkdómsástand.

Hvað eru lekir þarmar?

Lekir þarmar, eða gegndræpir þarmar, er eitthvað sem gerist þegar losnar um samskeyti milli fruma í þarmaveggnum þannig að skaðleg efni eiga aðgang inn í blóðrásina.

Hvað veldur lekum þörmum?

Læknar eru enn ekki búnir að finna út hvað veldur lekum þörmum. Óhollt mataræði, langtímanotkun á bólgueyðandi gigtarlyfjum, streita og langvinnar bólgur eru nokkrir þættir sem taldir eru stuðla að lekum þörmum.

Sjúkdómar sem tengjast lekum þörmum

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að aukin gegndræpni þarma tengist oft einstaklingum sem þjást af ákveðnum þrálátum sjúkdómum og kvillum á borð við fæðuofnæmi, glútenóþol, iðraólgu, sykursýki og svæðisgarnabólgu.

Hvort eru lekir þarmar orsök eða afleiðing sjúkdóma?

Rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á að aukin gegndræpni þarma fylgi oft ýmsum þrálátum kvillum. Þó eru engar óhrekjandi sannanir sem benda til þess að lekir þarmar séu undirliggjandi ástæða þeirra.

Sumar fullyrðingar um leka þarma eru ekki byggðar á vísindalegum rannsóknum

Nógu miklar sannanir liggja að baki því að lekir þarmar sé raunverulegt sjúkdómsástand. Vísindin hafa þó ekki fært sönnur fyrir því að til dæmis einhverfa og krabbamein tengist lekum þörmum.

Hvernig hægt er að bæta heilbrigði þarma

Að auka magn góðra baktería í þörmum getur bætt heilbrigði þeirra og hjálpað til við að koma í veg fyrir leka þarma. Dragðu úr neyslu á fínum sykri. Borðaðu trefjaríka fæðu. Dragðu úr notkun á bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID-lyfjum).

Að lokum

Lekir þarmar er ástand þar sem bakteríur og eiturefni eiga aðgang inn í blóðrásina í gegnum þarmavegginn.

Ekki eru allir læknar á einu máli um hvort lekir þetta ástand, lekir þarmar, sé til, en þó er til töluvert af sönnunum sem benda til þess að aukin gegndræpni þarma sé raunverulegt ástand.

Til að mynda eru lekir þarmar til staðar í hinum ýmsu sjálfsofnæmiskvillum.

Hins vegar eru ekki til nægar sannanir til að segja með vissu að lekir þarmar séu undirliggjandi ástæða þessara sjúkdóma.

Einblíndu á að bæta heilbrigði þarma með því að borða holla fæðu og draga úr notkun á bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID-lyfjum) til að draga úr hættu á lekum þörmum.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition.