Psyllium eru ein tegund trefja sem eru oft notaðar sem milt, umfangsaukandi hægðalyf.

Psyllium eru vatnsleysanlegar trefjar sem geta ferðast í gegnum meltingarkerfið án þess að brotna alveg niður og frásogast.

Þess í stað draga trefjarnar í sig vatn og verða að seigfljótandi efni sem hefur jákvæð áhrif á hægðatregðu, niðurgang, blóðsykur, blóðþrýsting, kólesteról og þyngdartap.

Þessi grein segir okkur allt sem við þurfum að vita um psyllium trefjar og 7 eiginleika þeirra sem hafa jákvæð áhrif á heilsu okkar.

Hvað er Psyllium?

Psyllium eru trefjar úr plöntu sem kallast Plantago ovata. Psyllium er að finna í ýmsum myndum og hefur ýmis heilsueflandi áhrif.

1. Psyllium virkar á hægðatregðu

Psyllium er þekkt sem umfangsaukandi hægðalyf sem er gagnlegt gegn hægðatregðu og stuðlar að reglulegri hægðum.

2. Trefjarnar geta virkað gegn niðurgangi

Psyllium getur verið gagnlegt gegn niðurgangi því trefjarnar geta aukið stærð hægða og dregið úr hraða þeirra í gegnum meltingarveginn.

3. Trefjarnar geta lækkað magn blóðsykurs

Psyllilum getur hægt á meltingunni sem auðveldar stjórnun á blóðsykri. 10 grömm á dag af psyllium með máltíð virðist hafa umtalsverð áhrif á blóðsykurinn.

4. Psyllium getur aukið mettunartilfinningu og stuðlað að þyngdartapi

Psyllium hægir á meltingunni í maganum og dregur úr matarlyst. Minni matarlyst og minni neysla á hitaeiningum getur þá leitt til þyngdartaps.

5. Psyllium getur líka lækkað magn kólesteróls

Psyllium getur lækkað heildarmagn kólesteróls með því að ýta undir brottnám á gallsýru úr líkamanum. Sýnt hefur verið fram á að það lækkar magn LDL kólesteróls og eykur magn HDL kólesteróls umtalsvert.

6. Psyllium virðist vera gott fyrir hjartað

Regluleg inntaka á psyllium trefjum tengist minni blóðþrýstingi, minnkun á þríglýseríðum og minni hættu á hjartasjúkdómum.

7. Psyllium hefur prebiotic áhrif

Litið er á psyllium sem prebiotic trefja. Trefjarnar geta stuðlað að framleiðslu á stuttum fitusýrum og draga úr meltingaróþægindum í sjúklingum með sáraristilbólgu og svæðisgarnabólgu.

Öryggi og hliðarverkanir

Psyllium virðist ekki hafa teljandi hliðarverkanir og flest allir þola trefjarnar vel. Þó geta þeir sem eru viðkvæmir fyrir trefjum fundið fyrir ofnæmisviðbrögðum.

Skammtastærð og leiðbeiningar

Til að byrja með er ráðlagt að taka inn 5 grömm, þrisvar á dag. Farðu eftir leiðbeiningunum sem fylgja vörunni.

Að lokum

Psyllium er oft notað sem hægðalyf. Trefjarnar geta líka virkað vel á niðurgang og hjálpað til við að draga úr magni þríglýseríða, kólesteróls og blóðsykurs og minnkað blóðþrýsting.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.