• Án mjólkur
  • Án glútens
  • Án sykurs

Fyrir tvo

4 ananasskífur, 1 cm á þykkt (ekki úr dós)

1 hnefafylli af ferskri myntu

1 dl vatn

2 dl appelsínu- eða eplasafi

1 dl möndlur

2 döðlur

200 ml sojajógúrt

1 msk. próteinduft úr hrísgrjónum

1/4 tsk. vanilluduft – ekki sykur

1/2 tsk. rifinn engifer

2 msk. hörfræolía

2 msk. sítrónusafi

Settu fyrst vatn, möndlur og safa í blandara og hrærðu saman á fullum styrk þar til allt er uppleyst.

Bættu hinum innihaldsefnunum við og hrærðu þar til hristingurinn er tilbúinn til drykkju.

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/ananas_og_mandelshake/morgenmad