Innmatur var oftar á boðstólum hér áður fyrr. Nú á dögum er hann ekki alveg eins vinsæll.
Margir hafa ekki einu sinni smakkað innmat og býður kannski við tilhugsuninni einni saman.
Innmatur er nokkuð næringarríkur. Hér er minnst á innmat og heilsuáhrif hans – bæði jákvæðu og neikvæðu áhrifin.
Hvað er innmatur?
Með innmat er átt við innyfli dýra. Algengasti innmaturinn kemur frá nautgripum, svínum, sauðfé, geitum, kjúklingum og öndum.
Hverjar eru algengustu tegundir af innmat?
Til eru margar tegundir af innmat, þ.á.m. lifur, tunga, hjörtu og nýru. Flestar heita þær eftir innyflunum sem þær koma frá.
Innmatur er mjög næringarríkur
Innmatur eru stútfullur af næringu. Hann er góð uppspretta járns og próteina og inniheldur mikið af A-vítamíni, B12-vítamíni og fólati, ásamt mörgum öðrum mikilvægum næringarefnum.
Ávinningur þess að bæta innmat við mataræðið
Innmatur hefur ýmsan ávinning í för með sér á borð við betri járnupptöku og hann hjálpar til við vöðvauppbyggingu og að hafa stjórna matarlyst. Hann er líka oft á tíðum ódýrari en annað kjötmeti og að neyta hans dregur úr matarsóun.
Hækkar innmatur magn kólesteróls?
Innmatur inniheldur vanalega mikið magn af kólesteróli. Að neyta fæðu sem er rík af kólesteróli er ekki beinn orsakavaldur hærra kólesteróls í blóði eða aukinnar hættu á hjartasjúkdómum.
Ókostir þess að borða innmat
Ófrískar konur og fólk með þvagsýrugigt ætti að borða innmat í hófi. Kúariða getur valdið heilaskemmdum hjá fólki, en staðfestum tilfellum hefur fækkað mjög mikið á síðastliðnum áratug.
Að þróa með sér smekk fyrir innmat
Innmatur er bragðmikill og ólíkur öðru kjötmeti og því gæti það tekið smá tíma að venjast honum. Að blanda innmat saman við aðrar algengari kjöttegundir getur hjálpað þér að venjast bragðinu.
Að lokum
Innmatur er rík uppspretta fjölmargra vítamína og steinefna sem getur reynst erfitt að fá úr annarri fæðu.
Ef þér finnst kjöt gott, þá getur alveg verið þess virði að prófa að skipta út vöðvakjöti fyrir innmat.
Það mun ekki aðeins gefa þér aukalega næringu, heldur er það ódýrara og þú hjálpar til við að draga úr matarsóun.
Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.