• Án mjólkur
  • Án glútens – ef maísmjöl er notað
  • Smá hunang í gírafsalatinu. Má sleppa.

Fyrir fjóra

Ca. 800 gr. fiskflök, t.d. ufsi eða þorskur

1 egg

1 dl gróft maísmjöl, haframjöl eða heilkorna speltmjöl

1 tsk. timjan (má sleppa)

1 tsk. salt

Nýmalaður pipar

Olía

Pískið eggið með gaffli. Útbúið raspinn með því að blanda maísmjöli (eða speltmjöli eða haframjöli) og kryddum saman.

Veltið fiskflökunum upp úr eggjahrærunni og síðan raspinum. Steikið á pönnu í tvær mínútur á hvorri hlið annaðhvort við háan hita með kókosolíu eða við lágan hita með ólífuolíu.

Gírafsalat handa fjölskyldunni

2 stórar gulrætur skornar í smáa teninga

1 stór rauðrófa, skræld og skorin í smáa teninga

1 stór kúrbítur skorinn í smáa teninga

1 epli skorið í smáa teninga

1 dós nýrnabaunir, vatninu hellt af þeim

1/4 tsk. vanilluduft, vanilludropar eða nokkrir cm af vanillustöng

1 appelsína – bæði safi og börkur

2 msk. sítrónusafi

1/2 msk. akasíuhunang

1 dl rúsínur – best að láta þær liggja í bleyti í nokkra tíma eða lengur (má sleppa rúsínum)

Salt og pipar

3 msk. kaldpressuð sesamolía, sólblómaolía eða repjuolía

Blandið öllum innihaldsefnum saman í skál og njótið afrakstursins. Afganginn af salatinu getur fjölskyldan borðað næstu daga sem meðlæti. T.d. er hægt að sjóða kartöflur og borða með klípu af vistvænu smjöri.

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/paneret_fiskefilet_med_girafsalat/frokost