- Án mjólkur
- Án glútens
- Án sykurs
Borið fram með salati.
Fyrir fjóra
Fylling
150 g reyktur lax án sykurs og E621 (Grænmetisútgáfa: notið tófú)
1 fennika skorin í þunnar sneiðar
1 epli skorið í litla teninga
1 laukur skorinn smátt
Ca. 1 msk. rifinn piparrót
4 egg
1 dl rísmjólk án sykurs
2 tsk. fennikufræ, steytt í mortéli eða rafmagnskaffikvörn
4 dropar fiskisósa án E-númera og glútens (smá sykur er í lagi)
Rifinn börkur án hvíta lagsins og safi úr einni sítrónu
Salt og pipar
2 tsk. dijonsinnep
Smá ólífuolía til steikingar við lágan hita
Botn
400 g gufusoðnar eða bakaðar kartöflur
2 egg
75 g hirsimjöl
2 msk. ólífuolía eða kókosolía
1 tsk. mulin fennika (fræin steytt í mortéli eða kaffikvörn)
1 tsk. salt
4 msk. sesamfræ eða hörfræ
Bakið eða gufusjóðið kartöflurnar létt. Þær eiga ekki að vera alveg tilbúnar.
Stappið kartöflurnar með gaffli.
Blandið hinum innihaldsefnunum við og hrærið saman deigið.
Það þarf að móta klatta úr deiginu og pressa það saman til að mynda deig. Það er ekki eins auðvelt viðureignar og venjulegt bökudeig.
Smyrjið bökunarformið með ólífuolíu og klæðið það svo að innan með deiginu.
Steikið fennikusneiðar, lauk, epli og fennikufræ. Það má mala fræin í kaffikvörn eða mortéli.
Smakkið til með salti og pipar.
Pískið egg með rísmjólk, sítrónusafa og sítrónuberki, fiskisósu, sinnepi og smá salti og pipar.
Skerið reykta laxinn niður í fína strimla sem eru u.þ.b. munnbitar að stærð.
Setjið grænmetið í forbakaða bökubotninn og laxinn yfir.
Hellið eggjablöndunni yfir.
Bakið í ofni við 180°C í 25 mínútur eða þar til eggjablandan er byrjuð að brúnast.
Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.
http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/grntsagstrte_med_laks_g/frokost