Eins og margir hafa efalítið tekið eftir tók einhver snillingur (sem Heilsunetið kann ekki deili á en klappar hátt og snjallt fyrir) sig til og hvatti til þess í færslu á Facebook að verslunareigendur bjóði 50% afslátt af grænmeti og ávöxtum á laugardögum í stað sælgætis og fór textinn sem hér fer á eftir víða.
Nú gerum við átak!
Hvetjum verslunareigendur til að bjóða 50% afslátt af grænmeti og ávöxtum á laugardögum í stað sælgætis.
Tökum þátt í að spara í heilbrigðiskerfinu og uppskerum betri heilsu !!!
????
????
????
????
????
????
????
????
????
????
????
????
????
????
????
????
????
Taktu þátt í þessu og settu á vegginn þinn

Vel gert hjá Heilsuhúsinu!
Heilsuhúsið hefur nú svarað þessu kalli samfélagsins “og bjóða 50% afslátt af lífrænum ávöxtum og grænmeti alla laugardaga í sumar. Með þessu vill Heilsuhúsið leggja sitt af mörkum til að efla heilsu þjóðarinnar. Við teljum þetta okkur ljúft og skylt og í raun vera okkar samfélagsleg ábyrgð.
“Sykurmagn á hvern Íslending hefur verið á bilinu 45 kíló til 48,3 kíló á ári, að undanskildu árinu 2014, eina heila árinu sem hærri álögur voru á sykri og sykurvörum. Framboðið minnkaði úr 48,3 kg/mann/ár árið 2013 í 41,8 kg/mann/ár árið 2014.” Heimild: visir.is/Landlæknir
Opnunartímar Heilsuhússins á laugardögum:
- Heilsuhúsinu á Laugavegi 11:00-16:00
- Heilshúsinu í Kringlunni 10:00-18:00
- Heilsuhúsinu á Smáratorgi 12:00-18:00
- Heilsuhúsinu á Akureyri 10:00-17:00
- Athugið að Heilsuhúsið á Selfossi er opið 10:00-14:00 en ekki fást ávextir og grænmeti í þeirri verslun.” eins og segir orðrétt í þessari jákvæðu tilkynningu á heimasíðu þeirra sem við deilum með ánægju.