- Án mjólkur
- Án glútens
- Án sykurs
Fyrir 2-4
1 dós kjúklingabaunir
2 msk. tahini (sesamsmjör)
2 msk. hnetusmjör, meira tahini eða möndlumauk
4 msk. kaldpressuð jómfrúar ólífuolía
Rifinn börkur án hvíta lagsins og a.m.k. 4 msk. af safa úr einni sítrónu
1 hnífsoddur cayennepipar
Hellið vatninu af kjúklingabaununum
Setjið baunirnar saman með hinum innihaldsefnunum í blandara eða matvinnsluvél og blandaðu þar til hummusinn er orðinn mjúkur, einsleitur, þykkur og smyrjanlegur.
Má geyma í kæli í lokuðu íláti í allt að 5 daga.
Notið sem smjör á brauð, dýfu fyrir alls kyns hrátt grænmeti og sem álegg.
Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.
http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/hummus/frokost