• Án mjólkur
  • Án glútens (ef gert eingöngu með maísgrjónum eða maísmjöli)
  • Án sykurs

Fyrir fjóra

2 pakkar kjúklingalundir skornar í naggabita

1 dl maísgrjón, heilkorna speltmjöl eða haframjöl

1 tsk. paprika

1 tsk. salt

ÖRLÍTIÐ af ferskum pipar

Olía til steikingar

Blandið grjónum eða speltmjöli og kryddum saman og veltið kjúklinganöggunum upp úr þvi. Steikið þá svo í olíu. JAFNT Á ALLAR HLIÐAR.

Berið fram með chutney sósu.

Heilkorna hrísgrjónasalat með sólþurrkuðum tómötum:

1/2 poki hýðishrísgrjón

1 krukka sólþurrkaðir tómatar í olíu

1 lítill rauðlaukur skorinn í litla teninga

Sjóðið með lokið á í ca. 20 mín. – kannski aðeins lengur. Blandið sólþurrkuðum tómötum og olíunni af þeim við soðnu hrísgrjónin. Bætið svo við lauk og blandið vel saman. Stráið smátt skorinni steinselju yfir.

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/kyllingenuggets_med_tomatris/frokost