Magnesíum er mjög mikilvægt steinefni.

Það hefur hlutverki að gegna í hundruð efnaskipta í líkamanum og hjálpar þér að viðhalda góðri heilsu.

Því miður nær fjöldi fólks ekki ráðlögðum dagskammti sem er 400 mg.

Að borða fæðu sem er magnesíumrík getur hjálpað þér að ná dagsskammtinum.

Magnesíumríkar fæðutegundir eru meðal annarra dökkt súkkulaði, avókadó, hnetur, belgjurtir, tófú, fræ, heilkorn, feitur fiskur, bananar og laufgrænmeti.

Hér eru 10 hollar fæðutegundir sem innihalda mikið af magnesium.

1. Dökkt súkkulaði

Skammtur af dökku súkkulaði inniheldur 16% af ráðlögðum dagskammti af magnesium. Það er einnig gott fyrir meltingarkerfið og hjartaheilsu og er stúttfullt af andoxunarefnum.

2. Avókadó

Meðalstórt avókadó inniheldur 15% af ráðlögðum dagskammti af magnesíum. Það vinnur á bólgum, hefur jákvæð áhrif á kólesterólmagn í blóði, er mettandi og stútfullt af alls kyns öðrum næringarefnum.

3. Hnetur

Kasjúhnetur, möndlur og brasilíuhnetur eru ríkar af magnesíum. 30 gr. af kasjúhnetum inniheldur 20% af ráðlögðum dagskammti af magnesíum.

4. Belgjurtir

Belgjurtir eru ríkar af magnesíum. Einn bolli af svartbaunum inniheldur 30% af ráðlögðum dagskammti.

5. Tófú

100 gr. af tófú inniheldur 13% af ráðlögðum dagskammti af magnesíum. Tófú er líka góð uppspretta próteina og ýmissa annarra næringarefna.

6. Fræ

Flestar frætegundir eru ríkar af magnesíum. 30 gr. af graskersfræjum innihalda hvorki meira né minna en 37% af ráðlögðum dagskammti.

7. Heilkorn

Heilkorn er ríkt af alls kyns næringarefnum. Í 30 gr. af bókhveiti er 16% af ráðlögðum dagskammti af magnesíum.

8. Feitur fiskur

Feitur fiskur er einstaklega næringarríkur og frábær uppspretta magnesíums og annarra næringarefna. Hálft laxaflak inniheldur 13% af ráðlögðum dagskammti af magnesíum.

9. Bananar

Bananar eru góð uppspretta ýmissa næringarefna. Einn stór banani inniheldur 9% af ráðlögðum dagskammti af magnesíum.

10. Laufgrænmeti

Laufgrænmeti er mjög góð uppspretta margra næringarefna á borð við magnesíum. Í 30 gr. af spínati er 39% af ráðlögðum dagskammti af magnesíum.

Að lokum

Magnesíum er mikilvægt steinefni sem þig hugsanlega vantar meira af.

Sem betur fer er til fjöldinn allur af fæðutegundum sem þú getur bætt við mataræðið þitt svo þú náir að uppfylla líkamans fyrir magnesíum.

Þú munt bæta heilsuna og draga úr hættunni á ýmsum sjúkdómum ef þú borðar magnesíumríka fæðu að staðaldri.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.