Lax er ein af næringarríkustu fæðutegundum sem fyrirfinnast.

Þessi vinsæli feitfiskur er hlaðinn næringarefnum og getur dregið úr áhættuþáttum fjölmargra sjúkdóma. Hann er einnig bragðgóður og það er auðvelt að nálgast hann.

Hér eru 11 mögnuð heilsueflandi áhrif þess að borða lax.

1. Ríkur af omega-3 fitusýrum

Lax er ríkur af omega-3 fitusýrum sem geta dregið úr bólgum, lækkað blóðþrýsting og dregið úr hættu á ýmsum áhættuþáttum sjúkdóma.

2. Frábær uppspretta próteina

Líkaminn þarfnast próteina fyrir vöxt og viðhald, fyrir beinheilsu og til að koma í veg fyrir vöðvaniðurbrot ásamt öðrum hlutum. Í 100 gr. af laxi eru 22-25 gr. af hágæða próteinum.

3. Frábær uppspretta B-vítamína

Lax er góð uppspretta ýmissa B-vítamína sem eru nauðsynleg fyrir orkuframleiðslu, bólgumyndun og heilbrigði hjarta og heila.

4. Góð uppspretta kalíums

Í 100 gr. af laxi eru 11-18% af ráðlögðum dagskammti af kalíum sem hjálpar til við stjórnun á blóðþrýstingi og að koma í veg fyrir of mikla vökvasöfnun.

5. Stútfullur af selen

Í 100 gr. af laxi eru 59-67% af ráðlögðum dagskammti af selen, steinefni sem tekur þátt í vernda beinheilsu, bæta virkni skjaldkirtils og draga úr hættu á krabbameini.

6. Inniheldur andoxunarefnið astaxanthin

Astaxanthin er andoxunarefni sem finnst í laxi og getur haft jákvæð áhrif á hjarta heila, taugakerfi og heilbrigði húðar.

7. Getur dregið úr hættu á hjartasjúkdómum

Neysla á laxi bætir omega-3/omega-6 hlutfallið og dregur úr magni þríglýseríða í blóði og dregur þannig úr hættu á hjartasjúkdómum.

8. Getur stuðlað að betri þyngdarstjórnun

Neysla á laxi getur stuðlað að betri þyngdarstjórnun með því að draga úr matarlyst, auka efnaskiptahraða líkamans, auka insúlínnæmi og draga úr kviðfitu.

9. Gagnlegur gegn bólgumyndun

Lax og annar feitur fiskur getur dregið úr einkennum bólgukvilla og stuðlað að minni bólgumyndun sem fyrir vikið getur dregið úr áhættuþáttum ýmissa sjúkdóma.

10. Getur verndað heilbrigði heilans

Regluleg neysla á laxi getur hjálpað til við að draga úr einkennum kvíða og þunglyndis, verndað heila fósturs á meðgöngu og dregið úr hættu á aldurstengdri gleymsku.

11. Ljúffengur og auðvelt að elda

Lax er ljúffengur á bragðið og það er hægt að elda hann með alls kyns hætti. Til dæmis gufusjóða, reykja, grilla, ofnbaka, útbúa sushi eða steikja á pönnu.

Að lokum

Lax er uppfullur af næringu sem gerir hann að frábærum kosti sem hefur margvísleg jákvæð áhrif á heilsu.

Að borða lax a.m.k. tvisvar í viku getur hjálpað þér að mæta næringarþörf líkamans og draga úr hættu á ýmsum sjúkdómum.

Að auki er lax bragðgóður, mettandi og hægt að elda með ýmsum hætti. Bættu þessum gómsæta feita fiski við mataræðið því það mun hugsanlega bæta lífsgæði þín til muna.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.