Hár blóðþrýstingur er hættulegt ástand sem getur valdið hjartaskemmdum. Hann hefur áhrif á einn af hverjum þremur í Bandaríkjunum og einn milljarð fólks á heimsvísu.

Ef ekkert er að gert eykst hættan á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli.

En það eru góðar fréttir. Þú getur gert ýmislegt til að hafa jákvæð áhrif á blóðþrýsting, jafnvel án lyfja.

Hér eru 15 náttúrulegar aðferðir til að takast á við of háan blóðþrýsting.

1. Gakktu og æfðu reglulega

Að ganga í aðeins hálftíma á dag getur lækkað blóðþrýstinginn. Frekari æfingar geta lækkað hann enn meira.

2. Dragðu úr saltneyslu

Það er mjög algengt að fólki sé ráðlagt að draga úr saltneyslu ef það vill lækka blóðþrýstinginn. Þetta á sérstaklega við um þá sem eru viðkvæmir fyrir salti.

3. Dragðu úr áfengisneyslu

Meira að segja lítil áfengisneysla getur hækkað blóðþrýsting. Konur ættu að ekki að drekka meira en einn drykk á dag og karlar ekki meira en tvo drykki.

4. Borðaðu meira af kalíumríkum mat

Að borða ferska ávexti og grænmeti sem eru ríkir af kalíum getur stuðlað að lægri blóðþrýstingi.

5. Dragðu úr koffínneyslu

Koffín getur valdið skammtíma hækkun á blóðþrýstingi. Hjá flestum er þetta skot sem varir ekki til lengri tíma.

6. Lærðu að hafa stjórn á streitu

Langvarandi streita getur leitt til hás blóðþrýstings. Það getur verið gagnlegt að hafa leiðir til að takast á við streitu.

7. Borðaðu dökkt súkkulaði eða kakó

Dökkt súkkulaði og kakóduft inniheldur plöntusameindir sem hjálpar til við að slaka á æðum og lækka þar með blóðþrýsting.

8. Fækkaðu kílóunum

Að léttast getur dregið töluvert úr blóðþrýstingnum. Áhrifin verða jafnvel enn betri ef þú stundar hreyfingu með.

9. Hættu að reykja

Rannsóknir á þessu svið eru ekki á einu máli varðandi reykingar og háan blóðþrýsting, en það er á hreinu að bæði reykingar og of hár blóðþrýstingur auka hættu á hjartasjúkdómum.

10. Dragðu úr neyslu á viðbættum sykri og unnum kolvetnum

Unnin kolvetni, sérstaklega sykur, geta hækkað blóðþrýsting. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt það að lágkolvetnafæða geti hjálpað þér að lækka þrýstingin.

11. Borðaðu ber

Ber eru rík af fjölfenólum, en þau geta hjálpað til við að lækka blóðþrýsting og dregið almennt úr hættu á hjartasjúkdómum.

12. Prófaðu hugleiðslu og djúpöndun

Bæði hugleiðsla og djúpöndun geta virkjað parasympatíska taugakerfið sem hjálpar til við að hægja á hjartslættinum og lækkar blóðþrýsting.

13. Borðaðu kalkríka fæðu

Kalkrík fæða tengist heilbrigðum blóðþrýstingsgildum. Fáðu kalk úr dökku laufgrænmeti, tófu og mjólkurvörum.

14. Taktu inn náttúruleg fæðubótarefni

Mörg náttúruleg fæðubótarefni hafa verið rannsökuð vegna eiginleika þeirra til að lækka blóðþrýsting. Þetta á til að mynda við um fiskiolíu og hibiscus.

15. Borðaðu magnesíumríka fæðu

Magnesíum er mikilvægt steinefni sem hjálpar til við að stjórna blóðþrýstingi. Fáðu magnesíum úr heilfæði á borð við belgjurtir og heilkorn.

Að lokum

Hár blóðþrýstingur hrjáir stóran hluta jarðarbúa.

Lyfjagjöf er ein leið til að meðhöndla ástandið, en það eru til margar náttúrulegar leiðir sem geta reynst gagnlegar.

Þú ættir að geta náð stjórn á blóðþrýstingnum með aðferðunum sem hafa verið útlistaðar í þessari grein og þannig dregið úr hættu á hjartasjúkdómum.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.