Margar konur þyngjast á breytingaskeiðinu.
Ýmsir þættir spila inn í, þ.á.m. hormónabreytingar, hækkandi aldur, lífsstíll og arfgengir þættir.
Reynsla kvenna af breytingaskeiðinu er einstaklingsbundin.
Hér eru taldar upp ástæður þess að sumar konur þyngjast á og eftir breytingaskeiðið.
Lífsferill konunnar
Konur ganga í gegnum fjögur stig hormónabreytinga yfir ævina.
Fyrst er það tímabilið áður en tíðahvörf hefjast. Síðan skiptist breytingaskeiðið niður í þrjú stig: fyrir tíðahvörf, tíðahvörf og eftir tíðahvörf.
1. Tímabilið áður en tíðahvörf verða
Á þessu tímabili eru konur frjósamar. Frjósemin byrjar við kynþroska, við fyrstu blæðingar og endar með síðustu blæðingunum.
Tímabilið endist í kringum 30-40 ár.
2. Fyrir tíðahvörf
Þetta er forstig tíðahvarfa og byrjar rétt áður en tíðahvörf hefjast. Magn estrógens sveiflast til og magn prógesteróns minnkar.
Forstig tíðahvarfa getur byrjað í kringum 35 ára aldurinn og stundum ekki fyrr en eftir fimmtugt. Þó byrjar þetta tímabil vanalega á fimmtugsaldrinum og stendur yfir í fjögur til ellefu ár.
Einkenni geta verið:
• Hitaköst og viðkvæmni fyrir hita.
• Svefntruflanir.
• Breytingar á tíðahring.
• Höfuðverkur.
• Skapsveiflur á borð við þunglyndi, kvíða og önuglyndi.
• Þyngdaraukning.
3. Tíðahvörf
Tíðahvörf eru sögð byrja þegar kona hefur ekki haft blæðingar í 12 mánuði. Meðalaldur kvenna þar sem þetta gerist er 51 árs.
Margar konur upplifa verstu einkennin á þessu tímabili, en þó upplifa sumar konur verri einkenni fyrstu árin eftir að tíðahvörfum lýkur.
4. Eftir tíðahvörf
Þetta tímabil byrjar strax eftir að kona hefur ekki haft blæðingar í 12 mánuði. Oft er talað um tíðahvörf og eftir tíðahvörf með sömu formerkjum. Þó eru ýmsar hormónabreytingar og líkamlega breytingar sem geta haldið áfram að gerast eftir tíðahvörf.
Konur ganga í gegnum hormónabreytingar yfir ævina sem geta valdið einkennum á borð við þyngdaraukningu.
Hormónabreytingar hafa áhrif á efnaskipti
Hormónabreytingar sökum tíðahvarfa geta leitt til fitusöfnunar og aukinnar hættu á ýmsum sjúkdómum.
Þyngdaraukning á tímabilinu fyrir tíðahvörf
Sveiflur á magni estrógens, prógesteróns og annarra hormóna geta haft í för með sér aukna matarlyst og fitusöfnun á tímabilinu fyrir tíðahvörf.
Þyngdarbreytingar sem gerast meðan á tíðahvörfum stendur og eftir tíðahvörf
Fitusöfnun á það til að gerast á meðan á tíðahvörfum stendur. Það er þó ekki á hreinu hvort ástæðan sé skortur á estrógeni eða hækkandi aldur.
Hvernig er hægt að koma í veg fyrir þyngdaraukningu í kringum tíðahvörf
Þótt þyngdaraukning sé algeng á meðan á tíðahvörfum stendur, er samt sem áður hægt að koma í veg fyrir eða snúa við þróuninni með ákveðnum leiðum á borð við styrktarþjálfun, draga úr kolvetnum í fæðunni, borða meiri trefjar og hvílast betur.
Að lokum
Breytingaskeiðið getur reynt á bæði líkamlega og andlega.
Að borða næringarríkan mat, stunda nógu mikla hreyfingu og hvílast getur hjálpað til við að koma í veg fyrir þyngdaraukningu og dregið úr hættu á sjúkdómum.
Þó það geti reynst þér erfitt, gerðu þitt besta til að sættast við breytingarnar sem óhjákvæmilega munu gerast með aldrinum.
Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.