- Án mjólkur
- Án glútens – ef ekki er notað heilkorna speltbrauð
- Án sykurs
Yndislegur árbítur fyrir morgunhana og káta krakka.
Fyrir tvo
2 sneiðar af glútenfríu brauði eða heilkorna speltbrauði
3 egg
5 tsk. Birkesød eða annað sætuefni
2 tsk. kanill
1/4 tsk. negull
1/4 tsk. salt og örlítill pipar
Kókosolía til steikingar
Stinga skal í brauðið með gaffli. Leyfðu krökkunum að spreyta sig.
Pískaðu eggin og bættu við salti og pipar.
Rennbleyttu brauðsneiðarnar í eggjahrærunni.
Búðu til kanilsykur með Birkesød eða öðru sætuefni og negulnum.
Steiktu eggjabrauðið á annarri hliðinni og stráðu kanilsykri á hina hliðina.
Snúðu brauðinu við og endurtaktu.
Brauðið á að fá fallegan brúnan lit.
Lúxusútgáfa: Borið fram með sojajógúrt og afþýddum eða ferskum berjum.
Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.
http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/arme_riddere/morgenmad