- Án mjólkur
- Án glútens
- Án sykurs
Fyrir fjóra
1 stk. villiönd, perluhæna eða 2 stórar andabringur
1,5 appelsínur, skornar í sneiðar
400 gr. frosnar grænar baunir
1/4 lítri vatn
1/8 lítri sojarjómi
Safi úr hálfri appelsínu
1 msk. kókosolía
Krydd (sjá fyrir neðan)
Hlutið öndina í sundur eða látið gera það fyrir ykkur.
Nuddið andarkjötið með grófu salti og nýmöluðum svörtum pipar og brúnið það í kókosolíu eða andafitu í potti ásamt 3 lárviðarlaufum, 15 heilum neglum, 10 einiberjum, 1 stk. stjörnuanís eða einni kúfullri tsk. af fennikufræjum.
Eldið kjötið í forhituðum ofni við 200°C í 15 mínútur, snúið svo bitunum við, lækkið hitann niður í 160°C og leyfið því að vera í 20-40 mínútur. Fer allt eftir stærð. Stórar endur þurfa lengri tíma.
Brúnið appelsínusneiðarnar og grænu baunirnar í fitunni í pottinum. Hellið vatninu af og leyfið þessu að malla í 20 mínútur. Líklega þarf að hella meira vatni af.
Fjarlægið lárviðarlaufin. Setjið allt saman í blandara og blandið þar til vökvinn er einsleitur og mjúkur. Setjið sósuna aftur í pottinn og bragðið hana til með appelsínusafa, salti og nýmöluðum pipar.
Bætið við grænu baununum og sojarjómanum áður en rétturinn er borinn á borð.
Stjörnurauðkál án sykurs
500 gr. rauðkál skorið smátt
1 lítri ósíaður eplasafi
2 heilir stjörnuanísar
1/2 múskathneta
Stjörnuanís og múskathneta eru malaðar í rafmagnskaffikvörn eða steytt í mortéli
3 dl eplasíderedik
1 tsk. sjávarsalt
1/2 vanillustöng fínhökkuð
1 msk. engiferrót fínhökkuð
1 hnífsoddur nýmalaðar svartur pipar
Öll innihaldsefni eru sett í pott og látin sjóða í 25 mínútur. Má geyma í nokkra daga í kæli. Hitið réttinn upp þegar hann er borðaður með öndinni.
Himneskt rósakál í sætri mangósósu
Búið til stóran skammt. Sósuna má geyma í kæli í nokkra daga.
400 gr. rósakál fínt hakkað í matvinnsluvél eða skorið smátt.
Rifinn börkur og kjöt af tveimur appelsínum. Fyrst afhýddar og hvíta lagið fjarlægt og svo skornar í sneiðar og hver sneið að lokum skorin í fjórðunga.
75 gr. þurrkuð trönuber eða rúsínur
Blandið saman og berið fram með:
Sætri mangósósu
1 þroskað mangó, afhýtt og skorið í litla bita
6 msk. kaldpressuð jómfrúar repjuolía
2-3 msk. sítrónusafi
1 hnífsoddur sjávarsalt
Setjið allt í blandara eða notið töfrasprota þar til áferðin verður seigfljótandi. Blandið sósunni saman við kálið. Hægt er að búa til sósuna daginn áður – hún verður bara betri fyrir vikið.
Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.
http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/juleagtig_and_med_det_hele/aftensmad