Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag.  Öll 193 aðildarríki  Sameinuðu þjóðanna samþykktu samhljóða árið 2011 að 20. mars ár hvert skyldi tileinka hamingjunni, sjá nánar hér

Anna Lóa Ólafsdóttir sem heldur úti Hamingjuhorninu póstaði af þessu tilefni fallegri hugvekju á Facebook síðu sína sem við birtum einnig hér að neðan.

Til hamingju með alþjóðlega hamingjudaginn. Vissir þú að það sem einkennir hamingjusamt fólk er m.a:

• Það notar mikinn tíma með fjölskyldu og vinum, bæði með því að rækta og njóta þeirra sambanda.

• Finnst ekki óþægilegt að sýna þakklæti þegar það á við.

• Það er oft fyrsta fólkið til að bjóða fram hjálp til vinnufélaga eða ókunnugra.

• Notar jákvæðni þegar hugsað er til framtíðar

• Það nýtur þeirra ánægju sem lífið býður uppá og lifir í augnablikinu.

• Gerir líkamlegar æfingar að vikulegum og stundum daglegum vana.

• Það er ákveðið þegar það kemur að tilgangi og gildum – og reyna af fremsta megni að fylgja þeim eftir.

• Síðast en ekki síst, hamingjusamasta fólkið fær sömu verkefni og við – verður stressað, upplifir erfiða tíma og jafnvel harmleiki. Það verður alveg jafn tilfinningaríkt í þessum aðstæðum eins og ég og þú, en leynivopnið þeirra fellst í því hvernig það sýnir sjálfstjórn og styrk þegar það kemur að því að takast á við þessar áskoranir.

Vonandi hefur þú tækifæri til að njóta dagsins!

Kveðja úr Hamingjuhorninu