Heilsunetið í samstarfi við humeno®

Á hverju ári, þann 18. október, er haldinn World Menopause Day – dagur tileinkaður því að efla skilning, stuðning og umræðu um breytingaskeiðið.  Þetta er mikilvægt tækifæri til að auka sýnileika, hlusta og minna á að breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur, heldur náttúrulegt og mikilvægt skeið í lífi hverrar konu.

huemeno® er ný íslensk lína fæðubótarefna sem vill standa fyrir því að opið samtal, raunverulegar lausnir og samstaða geti breytt upplifun kvenna á þessu tímabili lífsins.

Hvað þýðir huemeno®?

Það tók töluverðan tíma í að finna nafn sem gæti lýst og dregið athygli að því hversu fjölbreytt, en jafnframt einstaklingsbundin og ólík, einkenni kvenna á breytingaskeiðinu eru – og fyrir valinu var nafnið huemeno®.

hue + meno = huemeno®

  • hue – litur, blær, tónn – táknar margbreytileikann og allar þær litríku, einstaklingsbundnu og persónulegu upplifanir sem konur ganga í gegnum.
  • meno – rót orðsins menopause, tíðahvörf – er kjarninn og fókusinn okkar.

GenM® & MTick® – samstarf sem skiptir huemeno® máli

huemeno® er stolt af því að vera, fyrst íslenskra vörumerkja, hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem hefur það að markmiði að gera breytingaskeiðið sýnilegt, skiljanlegt og þýðingarmikið.  Þess vegna eru vörurnar okkar vottaðar með MTick® – fyrsta alþjóðlega tákninu sem sýnir að vara teljist menopause-friendly, eða hentug fyrir konur á breytingaskeiði.

Bakvið MTick® stendur GenM®, magnað félag sem hefur gjörbreytt samtalinu um breytingaskeiðið í Bretlandi – og nú víðar.

GenM var stofnað árið 2020 af Heather Jackson og Sam Simister, tveimur konum sem upplifðu á eigin skinni hversu ósýnilegt og óútskýrt breytingaskeiðið gat verið, jafnvel fyrir konur sjálfar.

Í kjölfar eigin reynslu ákváðu þær að stofna GenM – sem stendur fyrir Generation Menopause – til að vinna með vörumerkjum, smásöluaðilum og atvinnulífinu í að breyta umræðunni um þetta náttúrulega og óumflýjanlega skeið í lífi hverrar konu.

Hvers vegna var GenM® stofnað

GenM varð til vegna þeirrar staðreyndar að milljónir kvenna um heim allan upplifa breytingaskeiðið sem tíma einsemdar og ósýnileika.

Rannsóknir GenM® í Bretlandi sýna að:

  • 87% kvenna í breytingaskeiði finnst þær hunsaðar af vörumerkjum og samfélaginu
  • Aðeins 3 af 48 mögulegum einkennum breytingaskeiðs eru að jafnaði nefnd
  • 94% kvenna vilja sjá skýrari merkingar á vörum sem styðja við einkenni breytingaskeiðsins

Þessar tölur segja allt sem segja þarf: konur vilja sjá sig og sínar þarfir teknar alvarlega – og þar hefur MTick® lykilhlutverki að gegna.

Frá ósýnileika til sýnileika

Árið 2021 gaf GenM út Invisibility Report – skýrslu sem staðfesti að konur á breytingaskeiði væru nánast ósýnilegar í augum samfélagsins, fjölmiðla og fyrirtækja. Þær lýstu tilfinningu um að vera „óþarfar“, „óaðlaðandi“, „einangraðar“ og „óviðeigandi“.

Þremur árum síðar gaf GenM út Visibility Report, þar sem sýnt er fram á árangur í að auka sýnileika og þjónustu við konur á breytingaskeiði.

Helstu niðurstöður:

  • 94% kvenna vilja sjá MTick® á vörum sem ætlaðar eru þeim
  • 86% eru að leita að valkostum við eða viðbót við HRT
  • Aðeins 14% kvenna í Bretlandi nota HRT – sem sýnir að þörf fyrir fjölbreyttar lausnir er mikil

Viðburður í London

Þann 16. október síðastliðinn tók huemeno® þátt í viðburði GenM® í London – kraftmiklum degi tileinkuðum sýnileika, fræðslu og stuðningi við konur á breytingaskeiði. Það var áþreifanlegt að sjá hversu öflug þessi hreyfing er og hversu mikilvæg áhrif hennar eru í að auka umræðuna. Viðburðurinn var hluti af stærri vitundarherferð GenM® og heppnaðist einstaklega vel.

Af viðburði GenM í London 16. október 2025

Af viðburði GenM í London 16. október 2025

Samtalið skammt á veg komið á Íslandi

Þó að vitundarvakningin sé hafin víða um heim, þá er samtalið hér á Íslandi enn skammt á veg komið. Of margar konur ganga enn í gegnum breytingaskeiðið í hljóði – án þess að finna skilning, fræðslu eða úrræði sem mæta þeim og henta þeirra þörfum.

Skortur er á upplýsingum og tölfræði um raunveruleg áhrif breytingaskeiðsins á líf og störf kvenna á Íslandi – ekki aðeins hvað varðar heilsu okkar sjálfra, heldur einnig áhrif á fjölskyldulíf, samskipti og þátttöku á vinnumarkaði.

Breytingaskeiðið er ekki einkamál kvenna – það er samfélagsmál. Það snertir fjölskyldur, vinnustaði og samfélagið allt og þegar við styðjum konur á þessu tímabili, þá styrkjum við heildina.  Við getum öll lagt okkar af mörkum – með því að tala, hlusta og skilja.

Engar tvær upplifanir eins

Engin ein lausn hentar öllum. Sumar konur kjósa hormónauppbót (HRT), aðrar leita að náttúrulegum valkostum eða fæðubótarefnum – og margar finna að blanda af mismunandi aðferðum hentar þeim best.  Það mikilvægasta er að hver kona fái stuðning til að taka upplýsta ákvörðun um sína eigin heilsu og vellíðan.

huemeno® vörurnar eru byggðar á þeirri hugsjón að styðja við grunnstoðir heilsunnar með fáum en vel völdum innihaldsefnum sem hafa verið valin sérstaklega vegna fjölþættrar virkni þeirra og tengsla við lykilþætti líkamlegrar og andlegrar heilsu á breytingaskeiðinu – og eftir það.

Þær innihalda hvorki hormóna né hormónalík efni (eins og plöntuhormóna eða jurtaútdrætti sem líkja eftir áhrifum estrógens eða annarra hormóna).

Í stað þess að treysta á flóknar blöndur með fjölda ólíkra efna leggur huemeno® áherslu á samsetningar þar sem hvert innihaldsefni hefur skýran tilgang og er notað í skömmtum sem styðja við markmið vörunnar.

Lestu meira um huemeno® hér.

Þú færð huemeno® vörurnar í Apótekaranum og hjá Lyf og heilsu