Kviðfita er ekki bara spurning um þyngd eða útlit

Margar konur á breytingaskeiði taka eftir því sama: líkaminn virðist geyma fitu öðruvísi en áður, sérstaklega á kviðsvæðinu. Vigtin breytist kannski lítið, en form líkamans gerir það. Þetta er ekki tilviljun – heldur bein afleiðing af hormónabreytingum sem hafa áhrif á efnaskiptin. Þegar estrógenmagn minnkar hefur það keðjuverkandi áhrif: líkaminn vinnur orkuna öðruvísi, geymir fitu [...]

Svafstu vel?

Góður svefn er einn mikilvægasti þátturinn í almennri heilsu og vellíðan. Á breytingaskeiði upplifa margar konur svefntruflanir sem geta haft víðtæk áhrif á daglega líðan og lífsgæði. Skilningur á þessum breytingum getur verið fyrsta skrefið í átt að betri nætursvefni og aukinni orku. Breytingaskeið og svefntruflanir – af hverju? Þegar konur ganga í gegnum breytingaskeið [...]

Kynning: huemeno® – tölum um breytingaskeiðið

Það hefur ríkt þögn í kringum breytingskeiðið – of lengi. huemeno® er íslenskt vörumerki sem hefur það að markmiði að styðja heilsu og vellíðan kvenna á breytingaskeiði og í árunum sem á eftir koma, og leggja sitt af mörkum til að opna umræðuna um þetta mikilvæga tímabil. Nafnið á bak við hugsjónina Nafnið huemeno® er [...]

Hormónabreytingarnar – nýr kafli í lífi þínu

Allt breytist þegar estrógenið bregst okkur skyndilega! Já, þetta er vissulega náttúrulegt – en það þarf kannski ekki að vera svona erfitt. Breytingaskeiðið nær yfir þann tíma þegar líkami þinn umbreytist og þú undirbýrð þig fyrir nýtt lífsskeið. Blæðingar hætta smám saman og svo alveg; þú ert ekki lengur frjó, og ef þú átt börn [...]

Þetta þekkjum við flestar

Í líkama okkar lifir fjölbreytt örveruflóra sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir heilsu og vellíðan. Hún er þó ekki aðeins bundin við þarmana – í leggöngum er einnig örveruflóra sem styður við heilbrigði slímhúðar, verndar sýrustig og almennt jafnvægi. Þegar þetta jafnvægi raskast geta komið fram óþægindi á borð við þurrk, útferð, kláða eða endurteknar sýkingar. [...]

Go to Top