• Án mjólkur
  • Án glútens
  • Án sykurs – ef notað er sykurlaust súkkulaði

Fyrir fjóra

3 rískökur

75 gr. hakkaðar heslihnetur, þurrristaðar á pönnu

1/4 hnífsoddur vanilluduft

150 gr. gróft hakkaðar möndlur, þurrristaðar á pönnu

100 gr. grófar kókosflögur, þurrristaðar á pönnu. Farið varlega, þær brenna auðveldlega.

200 gr. 70% súkkulaði án sykurs

4 msk. kókosolía

Myljið niður rískökurnar og blandið þeim saman við öll hin þurrefnin í skál.

Bræðið súkkulaði í vatnsbaði (í málmskál yfir potti með heitu vatni).

Bætið kókosolíu við súkkulaðið og hrærið.

Hellið súkkulaðinu yfir hnetu- og rískökublönduna. Þekið allt saman í súkkulaði.

Notið tertufat til að móta kökubotn úr blöndunni og setjið síðan inn í frysti í 3 tíma.

Brjótið bita af súkkulaðistykkinu og njótið kræsinganna.

Ráðlegging!

Borðið fersk jarðar- eða bláber með og passið upp á litla putta og hvíta sófa.