
- Án mjólkur – ef þú vilt ekki hafa smá rjómatopp
- Án glútens
- Án sykurs – nánast …
Fyrir tvo
1/2 ferskur ananas skorinn í litla bita
Kjarnar úr 1 granatepli
1 banani skorinn í sneiðar
4-6 döðlur skornar í litlar sneiðar
Gróft hakkaðar möndlur sem hafa legið í bleyti
Grófur súkkulaðispænir eða fínt hakkað dökkt 70-75% súkkulaði
Örlítið vanilluduft
1/4 tsk. rifin múskathneta
1/4 tsk. negulduft
2 ástaraldin
Blandið kryddunum saman með ananas, banana, döðlum og granateplakjörnum. Berið fram á diski. Stráið súkkulaðinu yfir. Skrapið innan úr einu ástaraldini yfir sitthvorn skammtinn af ávaxasalatinu. Það má sko alveg borða léttþeyttan rjóma með þessu. Njótið!