Allt breytist þegar estrógenið bregst okkur skyndilega! Já, þetta er vissulega náttúrulegt – en það þarf kannski ekki að vera svona erfitt.

Breytingaskeiðið nær yfir þann tíma þegar líkami þinn umbreytist og þú undirbýrð þig fyrir nýtt lífsskeið. Blæðingar hætta smám saman og svo alveg; þú ert ekki lengur frjó, og ef þú átt börn eru þau líklega orðin sjálfbjarga og flutt að heiman. Frelsið kallar! Nú getur þú notið ávaxta erfiðisins, með dýrmæta lífsreynslu, aflað þér nýrrar þekkingar á því sem þú hefur mögulega ekki haft tíma til áður – og jafnvel fundið þér eitthvað alveg nýtt að fást við.

Í stuttu máli: Þú átt ekki aðeins nútíð heldur líka framtíð sem getur verið spennandi og innihaldsrík – ef orkan og úthaldið eru til staðar.

Þurfum við konur að óttast breytingaskeiðið?

Stutta svarið er NEI!

En við þurfum að undirbúa okkur: hormónabreytingar geta valdið okkur vandræðum og óþægindum.

Kona 45+: Byrjaðu að fyrirbyggja strax.

Kona 50+: Taktu málin í þínar hendur núna.

Þú getur sjálf haft áhrif til að draga úr einkennum – og það er aldrei of snemmt að byrja að huga að þeim … og aldrei of seint!

Líkaminn í breytingum

Við komumst ekki hjá því: við eldumst og líkaminn breytist. Vöðvar missa spennu, húðin teygjanleika og ýmislegt fleira er ekki eins og það var áður.

Sökudólgurinn? Hormónin, einkum estrógen. Frá fyrstu blæðingum hefur það eflt vöxt, styrk, löngun, þrek, haft áhif á skap, minni og jafnvel þyngd.  Allar frumur líkamans svara estrógeni – svo þegar það hrapar verður breytist margt.  Já, þetta eru í raun eðlilegar breytingar, en við þurfum ekki að sætta okkur óþægileg einkenni aðgerðalausar!

Skilaboð til þín, systir!

Við getum kennt estrógenleysi um hnignunina – en við gefumst ekki upp án baráttu.

Hormónameðferð getur hjálpað, en hún lagar ekki allt.

Það sem þú borðar, hvernig þú hreyfir þig, streitustjórnun, svefn, góð melting og daglegar heilbrigðar venjur skipta sköpum.

Einkenni – og meira en hitakóf…

Hitakóf, þreyta, minnisleysi eru algeng, en þær eru smávægilegar í samanburði við fjölda líkamlegra og andlegra einkenna sem margar konur 50+ búa við árum saman:

  • Hormónaójafnvægi
  • Hátt kortisól og aukin streituviðbrögð
  • Bólgur í liðum, vöðvum
  • Hækkaður blóðþrýstingur
  • Blóðsykurvandamál, hátt insúlín, minnkuð insúlínnæmni
  • Sykursýki 2
  • Ofþyngd og þrjósk kviðfita
  • Andlegt ójafnvægi, höfuðverkir, minnkaður vöðvastyrk, óstöðugleiki og fallhætta

Sumar konur upplifa sig viðkvæmari, grátgjarnari og kvíðnari. Vinkona mín var spurð hvort hún væri veik – hún svaraði: „Ég er á breytingaskeiði.”

Er breytingaskeiðið sjúkdómur?

Þegar þú sefur illa, svitnar á næturnar og ert síþreytt hugsarðu kannski: „Ég er veik.” En oft er meira á ferðinni en „bara” estrógenleysi – til dæmis bólga sem veldur eða eykur undirliggjandi vandamálum.

Vísindamaðurinn David Sinclair lítur jafnvel á hröðun öldrunar sem sjúkdóm sem má leita leiða til að hægja á. Það samsvarar því sem ég hef talað um í 17 ár: Það skiptir máli hvernig við eldumst.

Hvað getur þú gert?

Barist gegn bólgu með fæðu og lífsstíl:

  • Bættu næmi frumna fyrir insúlíni – forðastu miklar insúlínsveiflur
  • Takmarkaðu máltíðir við þrjár á dag til að lækka insúlín
  • Lágt kolvetna–, bólgueyðandi mataræði til að léttast
  • Tímabundin fasta getur hjálpað
  • Góð fita daglega – nóg af henni
  • Gæðaprótein daglega – nóg af því
  • Virk plöntuefni sem styðja hormóna
  • Kaldastundir – kalt vatn eða kuldi
  • Þjálfaðu vöðvana – notaðu þá eða tapaðu þeim
  • Nærðu þarmaflóruna
  • Gæðabætiefni sem styðja hormón, orku, blóðsykur, fitubrennslu og örva heilbrigði
  • Streituminnkun og hvíld, svefn

Þegar unnið er gegn bólgu er árangursríkast að útiloka bólguhvetjandi mat – og huga að blóðsykri og insúlínnæmi, því offita losnar illa ef þú ert með insúlínónæmi.

Bólgueyðandi, lágkolvetna, hormónavæn fæða

Enginn sykur, sælgæti, safar, unnin jurtaolía, brauð, pasta.

Í staðinn:

  • Kál, brokkolí, blömkál, laufgrænmeti, ber
  • Grassfóðrað kjöt, mysuprótein, fiskur, ómega-3
  • Lífræn ólífuolía, kókos-, avókadóolía, smjör
  • Möndlur, hörfræ, graskersfræ, sesamfræ, kollagen

Í bók minni Sundhed har ingen alder er ítarleg listi yfir slíka fæðu – og hvenær sé best að borða hana.

Niðurstaða

Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur. Hvernig þú stígur inn í það – og út úr því – er undir þér komið. Það getur verið spennandi ferðalag og ég er hér til að leiðbeina þér á leiðinni!

Um Þorbjörgu:  Þorbjörg Hafsteinsdóttir er móðir og amma, heilsufrumkvöðull, hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti og metsölurithöfundur með yfir 30 ára reynslu og hefur haldið fjölmörg námskeið á Íslandi, í Danmörku og víðar í gegnum árin og aðstoðað fjölda fólks að taka mikilvæg skref að bættri heilsu.  Þorbjörg sérhæfir sig í sykurlausum lífsstíl, bólgustemmandi fæði og lágkolvetna mataræði. Hún leggur sérstaka áherslu á breytingaskeiðið og heilsufar kvenna yfir fimmtugt, en hefur einnig víðtæka reynslu í meðferð á sykurfíkn, offitu og tengdum heilsufarsvandamálum ásamt fleiru.

Þorbjörg býður upp á einkaráðgjöf og námskeið, hafðu samband: thorbjorg@thorbjorg.dk