Það hefur ríkt þögn í kringum breytingskeiðið – of lengi.

huemeno® er íslenskt vörumerki sem hefur það að markmiði að styðja heilsu og vellíðan kvenna á breytingaskeiði og í árunum sem á eftir koma, og leggja sitt af mörkum til að opna umræðuna um þetta mikilvæga tímabil.

Nafnið á bak við hugsjónina

Nafnið huemeno® er samsett úr tveimur hlutum sem endurspegla hugmyndafræði fyrirtækisins:

  • hue (litur, blær, tónn) – táknar margbreytileikann í upplifun kvenna
  • meno (tíðahvörf) – rót orðsins menopause, þar sem fókusinn okkar liggur

Þetta nafn var valið til að draga athygli að því hversu fjölbreytt og einstaklingsbundin einkenni kvenna á breytingaskeiðinu eru.

Engar tvær konur upplifa breytingaskeiðið á sama hátt

Breytingar á líðan þegar við nálgumst ákveðinn aldur geta tengst breytingaskeiðinu – oft án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Einkennin eru gjarnan misskilin, ranggreind eða jafnvel hunsuð.

Þrátt fyrir að breytingaskeiðið snerti helming mannkyns er enn skortur á upplýsingum og tölfræði um áhrif þess á líf og störf kvenna á Íslandi – ekki aðeins hvað varðar heilsu, heldur einnig áhrif á fjölskyldulíf, samskipti og þátttöku á vinnumarkaði.

Margar konur ganga í gegnum þetta tímabil í hljóði – án aðstoðar, skilnings eða úrræða.

Samstarf við GenM®

GenM® er breskt frumkvöðlafélag sem vinnur markvisst að því að gera breytingaskeiðið sýnilegt og auka skilning á því. Samtökin hvetja vörumerki, fyrirtæki og stofnanir til að vera meðvitaðri, sýnilegri og styðjandi við konur á þessu skeiði lífsins.

Í Bretlandi eru um 15,5 milljónir kvenna á breytingaskeiði og markmið GenM® er að:

  • opna umræðuna og rjúfa þögnina
  • auka sýnileika málefnisins
  • gera upplýsingar, vörur og þjónustu aðgengilegri fyrir konur á þessu skeiði

GenM® er jafnframt heimili MTick®, alþjóðlegs merkis sem hjálpar konum að þekkja þær vörur og þjónustu sem eru sérstaklega þróaðar með þarfir þeirra í huga.

huemeno® er fyrsta íslenska vörumerkið sem hefur hlotið MTick® vottun frá GenM®. Með því tekur huemeno® virkan þátt í nauðsynlegri vakningu og skuldbindur sig til að mæta konum af heiðarleika, sýnileika og ábyrgð.

 

Staðreyndir sem sýna þörfina

Rannsókn sem GenM® framkvæmdi árið 2020 meðal 2.010 kvenna í Bretlandi sýnir alvarleikann:

  • 67% sögðust ekki hafa verið undirbúnar fyrir breytingaskeiðið
  • 70% aflaði sér upplýsinga eingöngu í gegnum eigin reynslu
  • 87% töldu miðaldra konur hunsaðar af samfélaginu
  • 41% upplifðu sig ósýnilegar og einar

Þessar niðurstöður undirstrika skýrt hversu mikil þörf er fyrir meiri fræðslu, betri úrræði og raunverulegan stuðning við konur á þessu tímabili lífsins.

Kynntu þér meira um huemeno® á: huemeno.is