Ljúffengar jólakúlur

Grunnuppskrift:

400 gr. safaríkar sveskjur (ekki þessar þurru sem er líka hægt að kaupa)

150 gr. kasjúhnetur

2 dl möndlur (best að leggja þær í bleyti í nokkra klukkutíma. Þurfa ekki að vera afhýddar)

2 dl hrátt kakóduft

100 gr. kaldpressuð vistvæn kókosolía

1 tsk. lakkrísrótarduft

5 tsk. lakkríssýróp (má sleppa og nota meira lakkrísrótarduft í staðinn)

8 dropar stevía sætuefni

Þar að auki skal nota:

1/2 dl í viðbót af hráu kakódufti

2 tsk. í viðbót af lakkrísrótardufti

1 tsk. mulinn þurrkaður chili eða cayenne pipar

1,5 dl kókosmjöl

2 tsk. gróft sjávarsalt

Leiðbeiningar:

Setjið sveskjur, möndlur, kasjúhnetur, kókosolíu, sýróp, 1 tsk. af lakkrísrótardufti, 1 tsk. af saltflögum, 2 dl af kakódufti og stevíadropa í matvinnsluvél og blandið vel saman þar til deigið er orðið seigt og rakt og blandast ekki lengur.

Skiptið deiginu í tvo jafna hluta.

Annar hlutinn á að vera súkkulaði & chili góðgæti. Blandið/hnoðið 1/2 dl kókosmjöli, 1/2 dl kakódufti ásamt chili eða cayenne pipar. Ég nota hendurnar og það þarf að blanda þessu vel saman. Það getur vel verið að deigið sé blautt en það er allt í lagi því það á að geyma deigið í kæli undir lokin sem gerir það seigara og betra að bíta í.

Setjið hrátt kakóduft og smá kókosmjöl í skál. Mótið passlega stórar kúlur úr deiginu og veltið þeim upp úr kakóinu og setjið þær svo í skál eða box með loki yfir og inn í kæli.

Hinn hluti deigsins á að vera karamellu & salt góðgæti. Blandið 1 dl af kókosmjöli, 2 tsk. af lakkrísrótardufti, 1-2 tsk. af saltflögum og 1-2 tsk. af stevía dropum. Blandið öllu vel saman. Þetta deig verður ekki eins blautt og súkkulaðikúlurnar.

Setjið smá kókosmjöl og lakkrísrótarduft í skál. Mótið passlega stórar kúlur úr deiginu og veltið þeim upp úr þurrefnunum. Setjið þær svo í skál eða box með loki á og inn í kæli.

Þetta var allt og sumt!

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/delikatesse_/desserter