Kvöldin eru oft eini tími dagsins þar sem við getum raunverulega dregið úr hraðanum, slakað meðvitað á og gefið okkur stund til að huga að líðan okkar á meðan við erum að undirbúa okkur fyrir svefninn.
Fyrir margar konur á árunum á og í kringum breytingaskeiðið getur þetta sérstaklega skipt máli því líkaminn getur verið næmari fyrir áreiti, svefn getur orðið óreglulegri og hvíld og endurheimt liðið fyrir það.
Kvöldrútína þarf ekki að vera flókin til að skipta máli og í raun ætti hún alls ekki að vera það. Hún getur verið einföld en með því að setja ákveðna meðvitund og endurtekningu í athafnir okkar búum við til skýrari skil á milli dags og nætur.
Tillaga að kvöldrútínu sem flestir geta prófað
Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti og lífsstílsþjálfi hefur lengi hugað að heilsunni og leggur mikla áherslu á góðar svefnvenjur.
Hún fann hvað það hjálpaði henni að halda sig við einfaldleika þegar kemur að því að undirbúa svefninn og leggur hér til nokkrar hugmyndir sem hægt er að prófa.
“Markmiðið er ekki endilega að gera allt heldur að velja nokkur atriði sem höfða til okkar og sem við getum séð fyrir okkur að sé auðvelt að endurtaka, kvöld eftir kvöld. Rútína virkar best þegar hún er einföld, raunhæf og stöðug” segir hún.
- Slökkvum á sterkum ljósum og höfum mildari ljós í það minnsta síðasta klukkutímann fyrir svefn
- Gefum okkur tvær til þrjár mínútur í djúpa öndun eða að sitja í bara kyrrð – lengur ef það hugnast okkur
- Skiptum skjánum út fyrir nokkrar síður í bók – bláa ljósið truflar svefninn, það er staðreynd
- Ef tónlist hentar okkur, notum hana sem styðjandi leið til að ljúka deginum og róa aktífan huga
- Margir velja heitan drykk í aðdraganda svefns, til dæmis te eða flóaða mjólk, það að sitja einfaldlega með hlýjan bolla í lófanum getur haft afar róandi áhrif
- Hugum að hitastigi í svefnherberginu og notum augngrímur ef okkur finnst það hálpa á björtu sumarnóttunum okkar á Íslandi
Ef þannig liggur á okkur getur kvöldið líka verið góður tími til að fara lauslega yfir daginn sem er að líða: hvað studdi okkur, hvað gaf orku og hvað var gott, jafnvel þó dagurinn hafi ekki endilega verið fullkominn. Við getum jafnframt iðkað þakklæti og dregið athygli okkar að því sem er þakkarvert og með því bægt ásæknum endurteknum hugsunum frá sem mögulega trufla ró okkar.
Mikilvægast er að halda rútinunni einfaldri og það er endurtekningin sem skiptir máli. Líkami sem fær sömu skilaboð kvöld eftir kvöld fer oft að bregðast við þeim. Undirmeðvitundin lærir mynstrið og byrjar að tengja þessi skref við það að hægja á, slaka á og undirbúa sig fyrir hvíld. Prófaðu, finndu það sem hentar þér og reyndu að halda þig við það sama í nokkurn tíma.
Við ættum að hafa hugfast að sýna okkur mildi í þessu eins og öðru. Ef við dettum úr rútínu, þessari eða annarri, er það í góðu lagi. Við tökum einfaldlega upp þráðinn aftur þegar við getum. Rútína byggist á samfellu yfir tíma, ekki því að allt takist alltaf. Ég legg töluverða áherslu á þetta við þau sem koma í ráðgjöf til mín, segir hún, við þurfum ekki að hætta við allt saman þó aðstæður skapist þar sem við þurfum að breyta útaf venju eða taka pásu í einhvern tíma, við megum svo auðvitað endurmeta og breyta til líka og prófa okkur áfram.
Þarfir okkar eru líka ekki stöðugt þær sömu, það þekki ég sjálf, og til dæmis fann ég enn betur hvað góður svefn hafði mikið að segja fyrir mig í kringum breytingaskeiðið og gerir enn, en það var kannski helst þá sem ég tók hann fastari tökum ef svo má að orði komast segir Þorbjörg, og hef haldið mig við að huga vel að honum.
Ég reyni líka þegar tækifæri gefst til fara með meðvitund inn í nýjan dag og halda styðjandi rútínu þar og rjúka ekki bara af stað sem mér hættir þó stundum til. Ég vel að halda mig frá því að fara beint á miðlana, skoða tölvupóst eða lesa fréttir um leið og ég opna augun, þannig finnst mér ég ná betur utan um byrjun dagsins með því að ná að stjórna betur hvaða áreiti það er sem ég hleypi að mér að morgni, nóg er nú í boði þar – allan daginn!”
Hvað er kvöldrútína og hvað er hún ekki
Þorbjörg segir kvöldrútína eiginlega frekar vera kerfi, ekki bara stemningu. “Hún þarf að vera það einföld að hún verði ekki íþyngjandi, sérstaklega ef erfiður dagur er að kvöldi kominn.
Hún þarf að vera nógu raunhæf og einföld til að við framkvæmum hana jafnvel þegar við erum mjög þreytt eða viljum ekki bæta “enn einu verkefninu” við okkur.
Kvöldrútína ætti þannig ekki að vera strangt plan sem eykur álag, né mælikvarði á að við séum að standa okkur vel í einhverskonar verkefni. Hún er frekar röð af einföldum athöfnum sem við endurtökum, nokkurskonar merki sem segja líkama okkar og huga að dagurinn sé að klárast og næturhvíld sé framundan.
“Mín kvöldrútína er meðvituð leið til að draga úr áreiti. Fyrir mig styður góð kvöldrútína slökun, góðan svefn og góða hvíld og ég nota huemeno® Magnesium Bisglycinate sem hluta af henni. Ég tek tvö hylki um hálftíma áður en ég ætla að fara að sofa og ég finn að ég hvílist betur og vakna endurnærð.” segir Þorbjörg að lokum.
huemeno® Magnesium Bisglycinate sem hluti af kvöldrútínu
Það eru ekki öll form af magnesíum eins og það getur skipt verulegu máli fyrir virkni og frásog hvaða tegund við veljum. huemeno® Magnesium Bisglycinate er á formi sem frásogast vel og nýtist því líkamanum sérstaklega vel, er milt og þolist vel, jafnvel hjá þeim sem eru viðkvæmir í maga og þola mögulega illa önnur form af magnesíum.
Magnesíum tekur þátt í fjölmörgum ferlum líkamans sem snerta orku, vöðvastarfsemi, bein- og tannheilsu og andlega líðan. Það getur dregið úr þreytu og orkuleysi, stutt við eðlilega orkuvinnslu og hjálpað líkamanum að viðhalda vökvajafnvægi.
Magnesíum styður einnig við eðlilega starfsemi taugakerfis og vöðva, sem getur skipt máli fyrir líkamlega slökun og hvíld.
Margir veja að taka huemeno® Magnesium Bisglycinate að kvöldi til, sem hluta af rólegri kvöldrútínu.
Þar sem magnesíum stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi og starfsemi taugakerfisins getur það verið einföld leið til að styðja við líkamlega slökun og undirbúning fyrir svefn.
Breytingaskeiðið er ekki tímabil sem líður hjá. Það er umbreyting sem getur haft margvísleg áhrif á okkur og einnig á hvernig við hvílumst, hvernig við endurheimtum orkuna okkar og hvernig vöðvar og taugar bregðast við álagi.
huemeno® Magnesium Bisglycinate er fæðubótarefni sem má taka með öðrum huemeno® vörum og er tilvalið fyrir konur á og í kringum breytingaskeiðið – og fyrir árin sem fylgja.

huemeno® vörurnar eru góð leið til að styðja við grunnstoðir heilsunnar, þær eru með fáum innihaldsefnum, en með fjölþætta virkni.
huemeno® er stolt af því að vera hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem hefur það að markmiði að gera breytingaskeiðið sýnilegt,skiljanlegt og þýðingarmikið. Þess vegna eru vörurnar okkar vottaðar með MTick® – fyrsta alþjóðlega tákninu sem sýnir að vara teljist „menopause-friendly“, eða hentug fyrir konur á breytingaskeiði.
Bakvið MTick® stendur GenM®, magnað félag sem hefur gjörbreytt samtalinu um breytingaskeiðið í Bretlandi – og nú víðar.
Markviss nálgun
Það er yfirlýst stefna huemeno® að draga athygli að breytingaskeiði kvenna og auka umræðuna um það, en þó er ekkert í vörunum sem útilokar aðra frá því að nota þær.
Vörurnar innihalda hvorki hormóna, hormónalík innihaldsefni né jurtir og gætu því hentað öllum sem vilja styðja við meltingu, efnaskipti, taugakerfi og beinheilsu.
Yngri konur, sem ekki eru á aldrinum í kringum tíðahvörf, sem og karlar sem notað hafa vörurnar, hafa til að mynda tekið eftir skýrum og jákvæðum breytingum á meltingu með huemeno® Me og betri hvíld og nætursvefni með huemeno® Magnesium Bisglycinate.
Þó vörurnar henti þannig öllum slær hjarta huemeno® þó með konum á breytingaskeiði – og því að rjúfa þögnina sem hefur hvílt yfir þessu lífsskeiði kvenna allt of lengi.
Kynning unnin í samstarfi við huemeno ehf./ Mynd: úr einkasafni
