Kaffiunnendur kunna vel að meta góðan bolla af kaffi og margir hafa þróað með sér næmt bragðskyn við kaffival, eiga sinn eða sína uppáhalds tegund og kaffibrennslu, og finnst gaman að smakka sig til og prófa nýjar gerðir og uppskriftir af heitum og köldum kaffidrykkjum.
Lífrænar ræktunaraðferðir erum mörgum ofarlega í huga og kaffibrennslan Simon Lévelt er 200 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett í Hollandi og býður upp á fjölbreytt úrval lífrænna kaffitegunda. Simon Lévelt aðili að Fair Trade og umboðsaðili á Íslandi er Kaja Organic.
Þeir sem hafa smakkað Simon Lévelt kaffið verða fljótt heitir aðdáendur enda afbragðsvara hér á ferð.
Bragðbættir og kældir kaffidrykkir njóta æ meiri vinsælda og hjá Kaffi Kaju á Akranesi fengum við þennan ótrúlega bragðgóða og hressandi drykk og við drögum sérstaka athygli að frábæra instant kaffinu frá Símon Lévelt, en það finnst okkur hreinlega framúrskarandi, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Kaffið er líka tilvalið í allskonar kalda kaffidrykki og ekki síst ííískalt lífrænt ííískaffi í fullu glasi af ííísmolum, sér í lagi þegar sólin kyssir kinn!

Ómótstæðilegur drykkur á Café Kaju, Akranesi
UPPSKRIFT
Sterkt lífrænt kaffi frá Simon Lévelt, ca 2x espresso (einnig hægt að nota lífrænt insant kaffi frá Simon Lévelt)
60ml af kaldri mjólk bætt út í (haframjólk frá The Bridge er best) eða lífræn mjólk frá Biobú
1/4 tsk af karamelludropum frá Natali eða 1 tsk af hlynssíróp
Lífrænn rjómi á toppinn
Smá cassia kanill, lífrænn að sjálfsögðu
Smakka, drekka og njóta!
Eftirtalin kaffihús bjóða Simon Lévelt kaffið: Café kaja, Kaffihúsið Garðurinn, Havarí og Móðir Jörð og eftirtaldir útsölustaðir selja þetta frábæra lífræna kaffi: Matarbúr Kaju, Heilsuhúsin, Bændur í bænum, Melabúðin og Fræið Fjarðarkaupum.
Unnið og birt í samstarfi við Kaju Organic. Kaja rekur Matarbúr Kaju, Óðinsgötu 8B og Matarbúr Kaju & Café Kaja á Akranesi þar sem fást frábærar lífrænar vörur af ýmsum tegundum.